Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: bjartman on April 11, 2011, 13:37:41
-
Sælir,
Er að pínu að spá, var að fjárfesta í Nissan Almeru 98 módel,
Dekkjastærðin sem er undir núna er 185/65/14.
Gæti ég sett dekk undir hana að stærð 205/75/14 ?
kveðja
-
Það ætti nú alveg að komast undir, en þú verður að athuga það að hraðamælirinn verður ekki réttur eftir það. Á 100 kmh myndi mælirinn sýna 90, samkvæmt þessu. http://www.1010tires.com/tiresizecalculator.asp (http://www.1010tires.com/tiresizecalculator.asp) Það er nú ekkert til að hafa stórar áhyggjur af samt sem áður.
-
Það þarf nú ekki að vera að hraðamælirinn versni, ég var að setja 195-eitthvað-15 tommu dekk undir Corollu sem var á 14" felgum. Hraðamælirinn varð réttur við það, samkvæmt GPS
-
Ætli það komi nú ekki til með að draga dálýtið niður í Merinni við að fara á þessa stærð :-k
-
Þetta er svolítið mikil stækkun, dekkið stækkar um 2,5" fer úr ca 23,5" í 26" (helmingur hvoru megin, 1,25" eða 3,17 cm). Hann mun þá líka fúnkera eins og hann sé kominn á 10% hærri hlutföll (og viðbragðið minnka eftir því).
-
glæsilegt, þá veit ég það.
Takk kærlega fyrir svörin.
Skemmtilegar pælingar.
-
Settu súkkulaðið á 185/70x14 :mrgreen: