Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: eddigr on March 06, 2011, 17:20:00

Title: Vandamál með start!
Post by: eddigr on March 06, 2011, 17:20:00
Sælir félagar.
ég er með Buick Riviera 79. gaf henni start með starttæki þegar ég sótti hann, var þá með ónýtan geymi. Er búinn að fá annan geymi, en hann vill ekki starta almennilega. eins og hann fái ekki nægan straum inn á sig ef ég reyni að starta honum með köplum.
eruð þið með eitthvað ráð??
Kannski best að reyna að hlaða geyminn og sjá til??
Title: Re: Vandamál með start!
Post by: Caprice Classic on March 06, 2011, 18:47:28
ef þú ert með góðan geymi þá er líklegt að þú sért með falskt samband frá geymi að startara
Title: Re: Vandamál með start!
Post by: 1965 Chevy II on March 06, 2011, 19:44:05
Hvað er þessi mótor búinn að standa lengi óhreifður?
Title: Re: Vandamál með start!
Post by: eddigr on March 06, 2011, 20:13:59
Hann hefur alltaf verið settrur í gang við og við, keyrður smá og svona, en bíllinn var síðast á götunni 1995! Dettur í gang með start"booster" en ekki með köplum á milli bíla.
Title: Re: Vandamál með start!
Post by: 1965 Chevy II on March 06, 2011, 20:16:08
Ef hann fer í gang með start booster á geymasamböndin þá er líklega bara ónýtur geymirinn eða mjög lélegur.