Kvartmílan => Muscle Car deildin og rúnturinn. => Topic started by: 429Cobra on January 22, 2011, 18:17:13

Title: KK-Muscle Cars
Post by: 429Cobra on January 22, 2011, 18:17:13
Sælir félagar. :)

Flottur fundur í dag með um 40. manns. =D>

Þetta verður BARA flott. \:D/

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: 1965 Chevy II on January 22, 2011, 19:14:26
Já þetta var flott, virkilega gaman að fá svona mætingu.  8-)
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Kiddi on January 22, 2011, 19:16:51
Þetta lofar góðu  8-)
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Adalstef on January 22, 2011, 19:21:06
Smá forvitinn um þetta, út á hvað á þetta að ganga?
Spyrnur á brautinni eða rúntur í anda Akinn- eða eitthvað annað ?
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: 1965 Chevy II on January 22, 2011, 19:30:08
Þetta gengur út á félagskap manna með áhuga á amerískum V8 bílum, hittast á brautinni,fundir í félagsheimilinu og rúntar um bæjinn hingað og þangað ekki endilega í halarófu og hittast þess á milli á ákveðnum stöðum og spóla fyrir horn  8-)
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: S.Andersen on January 22, 2011, 23:07:03
Sælir félagar.

Það þarf ekki að bæta miklu við þessi orð Frikki........

Þetta getur orðið mjög gaman það er ekki spurning.Mjög góður fundur í dag
og góð mæting.

Kv.S.A.
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Bilabjossi on January 23, 2011, 00:37:11
þetta virkar eins og gott kvöld en hvað voru margir 90-2011 mustangar í þessum hópi ??? :lol:
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: 1965 Chevy II on January 23, 2011, 01:30:14
þetta virkar eins og gott kvöld en hvað voru margir 90-2011 mustangar í þessum hópi ??? :lol:
Enginn.
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Geir-H on January 23, 2011, 01:42:16
þetta virkar eins og gott kvöld en hvað voru margir 90-2011 mustangar í þessum hópi ??? :lol:

 :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: kcomet on January 23, 2011, 12:15:52
Til hamingju með þetta k.k. menn..  það verður gaman í sumar, á örugglega eftir að taka rúntinn með ykkur..

                                               kv.k.comet
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Gunnar M Ólafsson on January 23, 2011, 12:44:11
Til hamingju með þetta k.k. menn..  það verður gaman í sumar, á örugglega eftir að taka rúntinn með ykkur..

                                               kv.k.comet

Velkomin með kalinn :D
Já þetta leggst mjög vel í okkur vonumst til að sem flestir komi með og gerist félagar líka 8-)

Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: SPRSNK on January 23, 2011, 12:49:43
þetta virkar eins og gott kvöld en hvað voru margir 90-2011 mustangar í þessum hópi ??? :lol:

Erum við ekki velkomnir?
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Moli on January 23, 2011, 12:52:14
þetta virkar eins og gott kvöld en hvað voru margir 90-2011 mustangar í þessum hópi ??? :lol:

Erum við ekki velkomnir?

Að sjálfsögðu, allir V8 frá Ameríkunni.  8-)
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: Racer on January 23, 2011, 14:12:15
það voru félagar frá öllum helstu hópum þarna. Ford , Pontiac , Chevy , Mopar og fleiri en einn af hvorum hóp sem mættu.

þetta á eftir að verða skemmtilegur félagsskapur
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: 1965 Chevy II on January 23, 2011, 16:47:39
Sælir félagar,

Þetta var fínn  fundur sem lofar góðu með framhaldið. Ákveðið var að þetta  yrði fyrir alla ameríska v8 bíla gamla og nýja. Nafn deildarinnar verður „ Muscle Car“  til heiðurs grasrótinni sem stofnaði  KK.
Rætt var um tengja sérstaklega þessa deild við þrjár uppákomur KK þ.e. Muscle-car-daginn bílasýningu KK   17. Júní  i Hafnarfirði og svo t.d kvikmyndasýningu í einhverju bíóhúsana með rúnti á eftir.

Tilgangur deildarinnar er að hittast og hafa gaman af bílunum og góðum félagsskap, ásamt því að efla starfssemi KK. Engin fastákveðin dagsskrá var gerð, fólk vill hafa þetta  einfalt og sveigjanlegt, nota góðviðrisdaga  og  góðar hugmyndir sem fram kunna að koma.
Beinagrind af tilhögun deildarinnar er samt orðin mótuð en hún er sú að hittast a.m.k  tvisvar í mánuði  á sumrin og þá helst  á laugardegi  /kvöldi og að deildin hittist á almennum félagsfundi einu sinni  í mánuði yfir vetrartíman. Örugglega  á ýmislegt samt eftir að breytast eftir því sem starfsemin þróast.

Til að gerast meðlimur deildarinnar þarf að gerast félagi í KK fyrir 4000kr (7000kr silfur) eða (15.000kr Gull) bara eftir hvað hentar hverjum og einum . Óhætt  er að fullyrða að aðstaða KK bíður uppá  skemmtilega möguleika sem ekki eru til annars staðar fyrir svona deild.
Ákveðið var að forvígismenn deildarinnar fyrsta árið yrðu Sigurjón Andersen,  Magnús Sigurðsson og Gunnar M. Ólafsson.
Þökkum sérstaklega þeim sem mættu á stofnfundinn  og bjóðum  væntanlega félaga innilega velkomna.

Stjórn KK.

PS. Næsti hittingur „ Muscle Car“  verður auglýstur á spjallinu undir „ Muscle car og rúnturinn“.
Title: Re: KK-Muscle Cars
Post by: 65tempest on January 23, 2011, 21:14:23
Góð mæting.. hérna eru nokkrar myndir frá fundinum.  :-({|=

Kveðja.
Rúdólf