Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 1965 Chevy II on January 15, 2011, 20:00:03

Title: Stofnfundur MC-Deildarinnar
Post by: 1965 Chevy II on January 15, 2011, 20:00:03
Sælir félagar.
 
Nú er komið að því að dusta rykið af MC-Deildinni hjá Kvartmíluklúbbnum og verður stofnfundurinn haldinn Laugardaginn 22. Janúar KL: 15 í félagsheimili Kvartmílu Klúbbsins við Álfhellu (Kvartmílubrautina).
 
Á þessum fundi á að leggja línurnar í starfsemi deildarinnar á komandi sumri og velja forsvarsmenn.
 
Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um Ameríska bíla hvort sem þeir eru nýir eða gamlir. 
 
Nýir félagar sérstaklega velkomnir og þeir sem ekki hafa komið í langan tíma endilega komið og skoðið þá frábæru aðstöðu sem er fyrir bílaáhugamenn á svæði Kvartmíluklúbbsins.
Title: Re: Stofnfundur MC-Deildarinnar
Post by: Gunnar M Ólafsson on January 15, 2011, 20:25:13
Já nú er þettað að bresta á gott fólk  :D

Fjölmennum og gerum þettað með stæl  8-)

Frábært sumar í væntum.  \:D/
Title: Re: Stofnfundur MC-Deildarinnar
Post by: Kiddi on January 15, 2011, 20:51:46
Hljómar vel, flottar hugmyndir sem ég hef heyrt að kastað fram í samb. við þessa nýju deild..... bara gott :)