Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: co-caine on December 21, 2010, 20:06:49

Title: 5.2 gengur ekki
Post by: co-caine on December 21, 2010, 20:06:49
sælir. var að klára að setja 5.2 í 97 dakotu hjá mér og hún fer í gang en gengur bara í 2-3 sek og deyr svo en ég get sett hana uppá snúning en deyr svo strax engin gaum ljós eða athugavert að sjá á mælum.
hún stóð í rúmt ár vélarlaus með tóman tank en allar lagnir voru blindaðar. en ég var að hugsa hvort þetta gæti verið eithver drulla í tanknum eða lögnum.
hefur einhver hugmynd hvað gæti verið að?

takk fyrir Kv. Páll
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: 1965 Chevy II on December 21, 2010, 20:28:23
Ég veðja á að þetta sé "þjófavarnakerfið", var skipt um tölvu?
Ég fékk nýja tölvu í Jeep sem ég átti og þá gerði hann þetta ef ég opnaði hann ekki með fjarstýringunni,svo minnir mig að
það hafi verið hægt að slökkva á þessum fítus alveg með einhverri röð af svissa af og á blabla.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: co-caine on December 21, 2010, 20:33:11
hún er ekki með þjófavörn en já skipti um tölvu en er búinn að prófa v6 tölvuna en þá startar hann og hökktir smá og deir svo. svo prófaði ég tölvu úr v8 durango það var það sama og með v8 dakota tölvuni gengur smá og deir svo. en það er fínn gangur meðan hún gengur.

kv.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: 1965 Chevy II on December 21, 2010, 20:35:52
Já ég er nokkuð viss að þetta sé það sem er að,eðlilega gengur hann illa með V6 tölvuna en hinir hafa báðir verið með þjóvavörnina virka myndi ég veðja á, það var einmitt enginn ógangur eða villumeldingar.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: 1965 Chevy II on December 21, 2010, 20:38:26
Ef þú ert með restina af lúmminu og fjarstýringu úr 5.2 bílnum þá gætirðu kannski tengt það við og "opnað" með fjarstýringunni og þá ætti hann að ganga.
Ef það virkar,þá skal ég finna hvernig þú slekkur á því til frambúðar.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: co-caine on December 21, 2010, 21:00:39
er ekki með fjarstíringuna úr 5.2 bílnum en ég fékk vélina úr durango í bilakringluni en keypti svo tölvu á ebay fyrir 97 4x4 dakotu. en getur ekki verið að það vennti bensín því ef ég svissa á hann og tappa af fuel railinu þá fá ég bara smá slettu af bensíni. á ekki að koma konstant buna?
og er í lagi að setja bensín oní innspítinguna?

kv.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: co-caine on December 21, 2010, 21:10:22
er þetta þá einhverskonar kóðun á lykli, er einhver leið til að breyta því?

kv.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: 1965 Chevy II on December 21, 2010, 21:25:29
Það kemur bara smá buna þegar svissað er á held ég  svo þegar hann er kominn í gang þá kemur stöðugt.
Ég efast um að það funkeri að hella bensíni á hann þetta vinnur á 40 punda þrýsting eða meira held ég.

Þetta er ekki kóðun á lykli heldur stilling í tölvunni,mig minnir að ég hafi sett læst honum með samlæsingunni,svo aflæst bílstjóra hurð með lyklinum án þess að opna og aflæst með samlæsingunni
og þá hafi það verið aftengt,en ég skal reyna að finna 100% info með það.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: 1965 Chevy II on December 21, 2010, 21:39:42
Ég finn þessar upplýsingar ekki,prufaðu að tala við Sigga eða Bogga í Mótorstillingu 565-4133,þeir geta kannski aftengt þetta með tölvu.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: co-caine on December 21, 2010, 21:47:18
prófa að heira í þeim á morgun, þakka góð ráð

kv.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: jeepcj7 on December 21, 2010, 21:55:28
Miðað við lýsingarnar ertu örugglega að slást við þjófavarnar dæmi það er gaur sem kallar sig Elliofur hér á spjallinu sem reddaði svona veseni þegar hann færði 4.0 sexu á milli cherokee og willys jeppa hann getur örugglega gefið þér góð ráð með þetta.
Title: Re: 5.2 gengur ekki
Post by: Heddportun on December 21, 2010, 22:51:02
Þegar þú svissar á átt að fá þrýsting um 45-50spi á railinu stax og haldast stöðugur þangað til bensíndælan hættir að "prima" og síðan fellur hann jafnt niður aftur ef þetta er með affalls bensínlögn í tankin aftur

Settu þrýstingsmæli við railið og sjáðu hvað hann sýnir ef Þetta er ekki ATVS vörnin