Kvartmílan => Myndir og video frá viðburðum Kvartmíluklúbbsins => Topic started by: 1965 Chevy II on December 12, 2010, 19:35:26
-
Það væri gaman að fá hingað gamlar myndir af kvartmílubrautinni,hvort sem það eru spyrnur,framkvæmdir eða annað. 8-)
-
ein góð
-
Hérna koma tvær myndir sem Hálfdán tók árið 2002 minnir mig, önnur af Ara þegar Camaroinn er nýlega uppgerður, hin af Jenna á Monzunni með framhjólin á lofti. Hálfdán lét mig fá mikið af myndum á CD diskum og margar þeirra mjög flottar. 8-)
-
Þessar eru flottar,það hlýtur að vera til meira eftir öll þessi ár :mrgreen:
Það væri gaman að sjá einhverjar myndir af svæðinu eins og það var áður.
-
Skemmtilegar myndir,!!! 8-)
-
Sælir félagar. :)
Já ég fann einhverja 16. diska með myndum af brautinni frá því 2001-2 og lét Magga fá þá til meðhöndlunar.
Málið er að þetta eru myndir sem teknar voru á filmu (35mm, mitt uppáhald :mrgreen:) en ég fékk þá á sínum tíma settar á disk hjá "Hans Pedersen", þannig að þetta á að vera eins gott og það getur verið. :-k
Það var ekki ódýrt að mynda í þá daga þegar maður var að taka þetta um fjórar 36 mynda filmur í keppni, en filman með framköllun var rúmar 5000.-kr í þá daga.
Kannski vandaði maður sig betur þá en núna. :mrgreen:
Maggi skellir kannski fleiri myndum inn við tækifæri.
Kv.
Hálfdán. :roll: