Kvartmílan => Hlekkir => Topic started by: Kiddi on December 05, 2010, 18:41:46

Title: Fram olíusíur..
Post by: Kiddi on December 05, 2010, 18:41:46
Myndir (video í þessu tilfelli) segja meira en þúsund orð :!: :!: :!: Skoðið fyrsta video'ið og síðan þau seinni  :mrgreen:

http://www.youtube.com/v/kX0xrqvlsNI?fs=1&hl=en_US

http://www.youtube.com/v/NzWen3Q5ksc?fs=1&hl=en_US

http://www.youtube.com/v/T81RCz2wS3M?fs=1&hl=en_US

http://www.youtube.com/v/zskgTPMcJwo?fs=1&hl=en_US
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: Einar Birgisson on December 05, 2010, 20:58:50
Hhehe mjög heilbrigður náungi þessi
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: motors on December 05, 2010, 21:41:44
Er mikill gæðamunur á þessu síudóti?
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: 1965 Chevy II on December 05, 2010, 23:11:32
WIX filters for the win. Annars reikna ég með að fjárfesta í svona filter þegar lagerinn er tómur:
http://www.summitracing.com/parts/SOF-210-561/

 
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: steinistimpill on December 10, 2010, 20:13:15
Ég lenti í því í sumar að skifta um olíusíu í einum Torfærubí fyrir keppni þar sem smurþrístístingurinn var lítill  og þegar það var búið að keyra 4 brautir þá var smurþrístingurinn orðin mjög lítill aftur og við rétt náðum að klára keppnina, við vorum ornir mjög svartsínir að setja í gang fyrir síðustu brautina og þetta voru Fram síur sem var í bílnum og sem við settum aftur í og við höfum ekki notað Fram síur eftir þetta
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: Kristján Stefánsson on December 10, 2010, 22:42:40
Maður hafði heyrt sögur af því að Fram síurnar hafi verið að falla saman og hafi meðal annars átt þátt í því að eyðinleggja vélar. Gott ef Leifur Rósinbergs. lenti ekki í því á Pintonum. En þrátt fyrir þessar sögur fannst manni þetta frekar sérstakt. Þar sem Fram/Autolite nokkuð stór framleiðandi þá tók maður því þannig að þessir menn hafi verið einstaklega óheppnir og taldi ég ansi litlar líkur á að ég myndi nokkurntíman lenda í svona atviki  :-"
En það var nú aldeilis ekki raunin, eitt sinni skipti ég um olíu og síu á gamalli Chevy 350 vél sem ég átti. Þar notaði ég Fram síu Ph-13 minnir mig hún hafi heitið. í fyrstu virtist allt vera eðlilegt. Hann smurði fínt í hægagangi og smurningin jókst við aukin snúningshraða. en eftir stutta stund stóð mælirinn bara í stað. burt séð frá snúning vélar, og olíuþrýstingurinn fór bara lækkandi. (mig grunaði fyrst bilun í mæli, en þar sem hann var mechanískur var það ansi ólíklegt) svo ég var orðinn ansi hræddur um að einhvað væri farið að hrjá vélina, en ákvað að skipta um olíu síu og það var lausnin á vandanum. Fram olíusían hafði bara fallið saman og stíflast. Hvort það hafi verið útaf miklu smurþrýsting veit ég ekki.

Btw þá höfum við ekki keypt Fram olíusíur eftir þetta atvik.

P.s.
Er hægt að kaupa Wix olíusíur fyrir gamlar 8 Cýl vélar hér heima ?

Kv.
Stjáni.
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: 1965 Chevy II on December 11, 2010, 01:41:07
WIX og NAPA GOLD og fleirri góðar eru málið nú eða SYSTEM 1 eins og ég kom inn á áður.Ég hef keypt WIX racing síur á ebay á flottu verði,mæli með þeim.
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: Ramcharger on December 11, 2010, 09:55:42
En purolator, hvernig hafa þær reynst :?:
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: Kiddi on December 11, 2010, 15:38:32
WIX fæst í Poulsen og N1... mjög góðar síur!
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: Svenni Devil Racing on December 11, 2010, 17:55:29
hef reyndar lent í því að sjá mjög misnunadi olíþrýsting eftir hver skifti sem ég hef skift um síu og séð svo þrýstingin dala mjög fljót á einhverjum nokkrum dögum ,hef alltaf notað FRAM síur en ég geri það allavegana aldrei aftur , bjóst aldrei við því að þetta væri svona mikið drasl ,
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: 1965 Chevy II on December 12, 2010, 20:32:58
Ég hef keypt af þessum seljanda,þrælfínn.
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/GM-CHEVY-RACING-OIL-FILTER-350-WIX-51061R-/380230841549?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item58878634cd
Title: Re: Fram olíusíur..
Post by: Dodge on December 13, 2010, 12:29:44
Ég hef alltaf verið með fram PH8A í öllum mínum bílum án vandræða.
Meiraðsegja þegar cudan var að smyrja uppí 120psi þá gaf sían sig ekki.