Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Palmz on November 04, 2010, 21:02:16
-
ég fór með bílinn minn í lesningu í dag útaf því að hann er buinn að vera með truflugang og lélegur í gang framm kemur í lesninguni (hjá bfo) að það er eithver snúra í heddinu sem þarf að skipta um og þeir sjá hjá mer að billin fór til ingvars helgason fyrir 2 mánuðu í spíssa þettingar. þeir spurja mig hvort að þeir hafa skipt um snuruna þar ég seigist ekki vita það. þanig eftir lesningu fer ég í ingvar helgason og spyr þá hvort að þeir áttu að skipta um þetta þeir seigja já. og ég síni þeim blaðið frá bfo sem seigir að snúran sé hreinlega ónýt þá ættlar maðurinn hja ingvari helga að ransaka þetta eithvað frekar.
En ég var að pæla í dag fyrir þessa lesningu eyddi ég u.þ.b 10 þus kr og er buinn að eyða 14 fyrr fyrir sensora í bensíngjöf sem gerðu ekkert gang.. þá spyr ég ætti ingvar helgason að endurgreiða mér þessar 24 þus kall sem er buið að fara í gagnslausar viðgerðir hefðu þeir gert sitt rétt?
samt verð ég að bæta við að mér finst þjónustan hja ingvari helgasyni góð, en þjónustan hjá friðriki ólafsyni er betri ;)
-
hmmm, smá ráð, það er æskilegt að vanda sig svolítið þegar texti er skrifaður, helst þannig að aðrir skilji hann. Stundum kemur þetta svona útúr manni og því er best að lesa yfir áður en textinn er sendur inn.
-
okey.. en ertu með eithver svör fyrir mig
hmmm, smá ráð, það er æskilegt að vanda sig svolítið þegar texti er skrifaður, helst þannig að aðrir skilji hann. Stundum kemur þetta svona útúr manni og því er best að lesa yfir áður en textinn er sendur inn.
-
Ef ég skil málið rétt þá er það svona:
***
Þú varst að láta lesa tölvuna í bílnum af því að hann hefur gengið illa og er erfiður í gang. Þeir (hjá bfo) spyrja um snúru (hverslags snúra er þetta, rafmagnsvír, hosa eða spotti?) sem er í heddinu (?) en hún var ónýt. Bíllinn fór til Ingvars Helgasonar fyrir 2 mánuðum síðan og þá var skipt um þéttingar við spíssa og skv. bfo hefði átt að skipta um þessa snúru. Þú hafðir samband við IH og þeir ætla að skoða málið.
Þú ert búinn að leggja út 10 þúsund kr. fyrir álestur af tölvu og 14 þúsund fyrir sensor við bensíngjöf (hmm, það var ekki komið fram áður, gerðir þú það eftir viðgerð IH afþví að hann gekk illa?) en það gerði ekki gagn.
***
Ég tek það fram að ég er ekki lögfræðingur en þannig að þetta er bara mín skoðun.
Varstu búinn að hafa samband við IH eftir að hann kom frá þeim (og gekk illa) en áður en þú keyptir skynjarann? Ef IH hefur farið í óþarfar viðgerðir þá gætir þú kannski reynt að ná einhverju (kannski þurfti líka að skipta um þennan skynjara) en held að það sé hæpið að krefjast þess að IH borgi ef þú hefur farið í viðgerðir á eigin kostnað án þess að þeir hafi komið þar nærri eða fengið tækifæri til að bæta úr því sem aflaga fór frá þeim.