Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: runar-79 on November 01, 2010, 15:05:04
-
Sælir piltar.
Ég var að fá Dodge Ram 150 árg 1989 eða 1990 sem er búin að standa í ca 4 ár. Ég ætla mér í kvöld að athuga hvort að vélin snúist en það sem mig vantar að athuga er þarf ég ekki að fara í gegnum bensín tankinn á honum ef það skyldi vera komið vatn inn á hann eða skiptir það engum máli.
Einnig hvað annað þarf ég að fara yfir varðandi mótor þar að segja ef ég fæ hann til þess að snúast.
-
Fyrst og fremst að losa botntappann á smurpönnunni og sjá hvort það komi nokkuð vatn þar undan.
Hvað vatn í bensíni varðar þá skiftir það nú ekki verulegu máli á svona gamaldags bensín bíl, hann drepur þá bara á sér ef hann fær sopa en það á ekki að skemma neitt. Hinsvegar hefur 4. ára gamalt bensín aldrey þótt félegur mjöður til að gangsetja bíl á þannig að ef það er í boði þá væri best að tappa því af og setja nýtt á hann.
-
Flott takk fyrir þetta. Mig grunaði nú að ég þyrfti að tappa olíunni af honum og setja nýja og ferska á hann.
-
Hvaða vél er í þessu? Ef það á að nota bílinn með þessum mótor þá væri ekki verra að kippa upp kveikjunni og dæla upp olíuþrýstingi.
-
Ég myndi einnig setja smá slurk af sjálfskiptiolíu á strokkana, láta liggja yfir nótt og snúa henni svo varlega (með handafli).
-
Það er annað hvort 239cu eða 318cu en samt ekki viss. Á eftir að skoða það aðeins betur.
-
(http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/df/89DodgeRam_F34.jpg/800px-)
-
jæja var að kíkja á hann aðeins betur og það er 318 vél í honum og ég ákvað bara að skella honum í gang og bingó datt í gang og malaði eins og köttur.
-
jæja var að kíkja á hann aðeins betur og það er 318 vél í honum og ég ákvað bara að skella honum í gang og bingó datt í gang og malaði eins og köttur.
Að sjálfsögðu þegar 318 er annars vegar :P
-
Afhverju sagðiru það ekki bara strax :D
-
Haha...... =D> En er eitthver hér sem er í góðu sambandi við partasala í USA upp á varahluti að gera ef útí það fer hjá mér sem ég býst mjög sterklega við.