Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: atlist on October 30, 2010, 17:46:44

Title: Hávaði í Vulkan
Post by: atlist on October 30, 2010, 17:46:44
Sælir félagar
Ég er í vandræðum með Kawasaki Vulkan 2000 cub sem kemst ekki gegnum skoðun þar sem hávaðinn í því fer í 118 db í mælingu en má ekki vera yfir 102 db.
Snillingar:  Hvað er til ráða sem kostar ekki formúu af sundköllum  :???:
 Atli
Title: Re: Hávaði í Vulkan
Post by: Haffman on October 30, 2010, 18:51:46
Keyptu þér púst ull á rúlli og troddu í rétt á meðan þú ferð með það í gegnum skoðun, það gæti gengið illa en hey það er ekki verið að skoða það.
Þá er ég að gera ráð fyrir því að þú sért kominn með opið aftermarket ef það fær ekki skoðun.
Title: Re: Hávaði í Vulkan
Post by: andriav on November 01, 2010, 15:39:30
Gataplata völsuð í rör, sem er síðan vafið með steinull. rennir því inn í pústið og boltar fast. það ætti að duga.
Kom amk mínu 127 dB pústi í gegn í annarri tilraun.
Title: Re: Hávaði í Vulkan
Post by: atlist on November 05, 2010, 19:31:44
Ég prófa völsunartillöguna
Takk fyrir ráðin
Kv. A =;tli
Title: Re: Hávaði í Vulkan
Post by: atlist on November 09, 2010, 21:36:57
Ég prófa völsunartillöguna
Takk fyrir ráðin
Kv. A =;tli

Title: Re: Hávaði í Vulkan
Post by: atlist on November 11, 2010, 14:29:36
Gataplata völsuð í rör, sem er síðan vafið með steinull. rennir því inn í pústið og boltar fast. það ætti að duga.
Kom amk mínu 127 dB pústi í gegn í annarri tilraun.

Hvað var rörið svert (Þvermál) og hvar fékkstu það ?
Stuðlaberg Hofsósi er með grennst 42 mm og spurning hvort það sé of svert
Kveðja Atli
Title: Re: Hávaði í Vulkan
Post by: andriav on November 12, 2010, 17:49:06
Sæll

Ég fór bara í blikksmiðju og fékk þá til að klippa út bút af gataplötu og valsaði það svo bara. pústin hjá mér eru 2 1/4" og gatarörið inn í það tilbúið hafði ummál sem var svona 1 1/2".
Blikksmiðjan semsagt valsaði plötuna eins þröngt og þeir gátu valsað og ég hamraði svo restina saman í enn þrengra rör í höndunum bara.

Kv. Andri