Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on October 24, 2010, 17:39:20

Title: 1967 Chevelle
Post by: Moli on October 24, 2010, 17:39:20
Hvaða '67 Chevelle er þetta?




Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: Kiddi on October 24, 2010, 19:37:46
Er þetta ekki '66 bíllinn sem var með '67 framendanum :?: :idea:
Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: Moli on October 24, 2010, 20:02:41
Jú jafnvel, datt það í hug, en ég hélt að hann væri búinn að vera svo lengi blár. Held að þessi mynd sé tekinn um 1990.

Annars ef maður rýnir í myndina og horfir á afturbrettinn á honum þá sér maður ekki móta fyrir afturljósunum sem koma inn á afturbrettinn eins og gerist á '67 bílnum.
Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: GunniCamaro on October 26, 2010, 22:16:48
Þetta er bíllinn sem Grétar William Guðbergsson átti, ég man aldrei hvort þetta var 67 með 66 framenda eða öfugt en hann hafði lent í árekstri og fékk ekki alveg rétta framendann en leysti þetta svona.
Þetta var frekar dapur bíll og ég held að hann hafi verið rifinn fyrir rest.
Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: Ramcharger on October 27, 2010, 08:51:44
Þetta er "67 framendi.
Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: Moli on October 27, 2010, 09:20:45
Hann seldist nú í Vogana fyrir nokkrum árum, og átti að sameina hann við aðra '66 Chevelle sem fylgdi með honum.
Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: ÓE on October 27, 2010, 15:49:38
Hann seldist nú í Vogana fyrir nokkrum árum, og átti að sameina hann við aðra '66 Chevelle sem fylgdi með honum.
Og er enn til þar ásamt 66 Chevelle..og til sölu!

Kv ÓE
Title: Re: 1967 Chevelle
Post by: 10,98 Nova on October 27, 2010, 18:01:09
Held að þeir sú komnir í Hafnarfjörð í góðar hendur og í uppgerð.