Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: stebbsi on October 23, 2010, 17:18:10

Title: Að geyma bíl úti?
Post by: stebbsi on October 23, 2010, 17:18:10
Hvernig er best að ganga frá bíl ef maður geymir hann úti yfir veturinn?
Title: Re: Að geyma bíl úti?
Post by: Moli on October 23, 2010, 19:44:02
Það myndi nú bara aldrei hvarfla að mér.

Ég mæli eindregið með þessum, skotheldur staður og pottþéttir aðilar.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=53440  8-)
Title: Re: Að geyma bíl úti?
Post by: gm-gaur on October 23, 2010, 19:55:25
ég hef prufað að blanda saman diselolíu og gamalli smurolíu, já og reyndar notaðri veitingstaða olíu og smurolíu og baða allt draslið í vökvanum góða, undir hurðaföls, undirvagninn, undir í húddinu, bara allstaðar sem draslið gétur riðgað, þetta held ég sé besti kosturinn ef ekki er hægt að setja bílinn inn yfir veturinn, gangi þér vel, já og svo hef ég skolað þetta af eftir veturinn með hreinni dísel olíu og skolað vel,
Title: Re: Að geyma bíl úti?
Post by: Lindemann on October 23, 2010, 20:05:42
Þetta fer dálítið eftir því hvernig bíll og í hvaða ástandi hann er.
Ef þetta er bíll í þokkalegu standi og þokkalega þéttur, þá held ég að það ætti ekki að þurfa að gera neitt.........nema náttúrulega að passa að frostlögur sé í lagi og smyrja allt vel.

Þetta með smurolíuna og díselolíuna er gott líka uppá ryðvörn en ég er ekki viss með hvernig það fer með lakk. En þetta gerðum við alltaf við dráttarvélarnar í sveitinni áður en var farið í að bera á áburð og það virkaði vel.
Title: Re: Að geyma bíl úti?
Post by: 1965 Chevy II on October 23, 2010, 20:43:09
http://www.go-fast-parts.com/5730977.html
Title: Re: Að geyma bíl úti?
Post by: stebbsi on October 23, 2010, 20:48:01
Ég er að vinna í að finna pláss innanhúss fyrir hann en þetta er 71 töngin mín..
Endilega komið með alla möguleika á plássi, þyrfti helst að geta dundað eitthvað í honum en í versta falli bara komist í hann til að taka hann í bútum annað. :P