Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Kowalski on October 05, 2010, 18:56:43

Title: '72 Barracuda
Post by: Kowalski on October 05, 2010, 18:56:43
Gul Barracuda þaut fram hjá mér áðan á Höfðabakkabrúnni, með númerið R-152 (gamlar plötur). Góð saga, ég veit.

Ég er með aðgang að ökutækjaskrá og ég sé að bíllinn er '72 árg, fluttur inn 2007.

Svo sem lítill tilgangur með þessum þræði, ég er bara búinn að vera að furða mig á því að ég hef aldrei séð eða heyrt neitt af þessari Cudu áður.  :-k
Hún er gul með mjóu svörtu strípunum á hliðunum og svörtum spoiler. Fallegur bíll sýndist mér (á ferð allavega).

Er ég bara ekki að fylgjast með?
Title: Re: '72 Barracuda
Post by: Robbi on October 05, 2010, 20:14:45
Er þetta ekki Gummi í Raffag ? ef svo er þá á hann líka rauða 70 Cudu eða var það Barracuda ? báðir mjög flottir hjá honum.
Title: Re: '72 Barracuda
Post by: Moli on October 05, 2010, 21:18:38
Þetta er bíllinn hans Gumma, kom hingað 2007 og var fyrst á sýningu KK um páskana sama ár.

Title: Re: '72 Barracuda
Post by: Dart 68 on October 05, 2010, 23:28:26
glæsilegur þessi ! !