Kvartmílan => Muscle Car deildin og rúnturinn. => Topic started by: 429Cobra on August 20, 2010, 15:55:37
-
Sælir félagar. :)
Þar sem að ég vissi ekki hvort ég ætti að setja þetta í Ford eða Chrysler korkana, þá ákvað ég bara að setja þetta hér inn enda rúntur.
Þetta byrjaði sem vikulegur rúntur Mustang klúbbsins, en síðan ákváðu Moparklúbbs menn að heiðra okkur með nærveru sinni sem að kom flott út og ég vona að þessir tveir klúbbar komi oftar saman.
Og já svo var einn lítill Camaro sem að kom líka við og var að sjálfsögðu velkominn. :mrgreen:
Hér koma nokkrar myndir:
(http://www.internet.is/racing/Mustangs_and_Mopars_01_2010.jpg)
Kv.
Hálfdán. :roll:
-
Flott að sjá myndir þegar að maður er fjarverandi!
-
Þetta var mjög vel heppnað kvöld.
-
Flottar myndir.... gaman að sjá að það séu allskonar hittingar í gangi á svona kvöldum, eins og í gærkveldi.
Flott að sjá Mopar bílana koma svo..ekki smá flott tæki..
kv. k.comet
-
Flottir bílar vægast sagt, væri gaman að koma á svona hitting.
Hver er eigandinn af Mach 1 MDF-00 ?
-
Flottir bílar vægast sagt, væri gaman að koma á svona hitting.
Hver er eigandinn af Mach 1 MDF-00 ?
Hann heitir Birgir Sigurðsson.