Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Jón Bjarni on August 20, 2010, 13:11:27

Title: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Jón Bjarni on August 20, 2010, 13:11:27
Sælir félagar.

vegnar dræmrar þáttöku hefur verið ákveðið að fresta 1/8 mílunni.
Hvenær/hvort hún verður keyrð síðar verður ákveðið í seinasta lagi á þriðjudaginn í næstu viku.

Kv
Stjórn KK
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: ÁmK Racing on August 20, 2010, 14:16:59
Það hefði auðvitað farið með ykkur sálarlega séð að leyfa skráningar frestinum að klárast. [-X.Þetta er auðvitað gríðalega hvetjandi fyrir menn að standa í þessu með þetta hangandi yfir sér líka =;.Hafið það sem allra best
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: bæzi on August 20, 2010, 14:44:04
Það hefði auðvitað farið með ykkur sálarlega séð að leyfa skráningar frestinum að klárast. [-X.Þetta er auðvitað gríðalega hvetjandi fyrir menn að standa í þessu með þetta hangandi yfir sér líka =;.Hafið það sem allra best


Sé það núna " SKRÁNINGU LÝKUR föstudagskvöldið 20. ágúst Á SLAGINU 22:00"

hélt að það hefði verið skráningarfrestur til miðnættis í gær.... var því búinn að skrá mig

margir sem skrá sig á seinustu metrunum oft.... tala af reynslu  :mrgreen:

kv Bæzi
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Kristján Stefánsson on August 20, 2010, 14:55:14
Furðuleg ákvörðun stjórnar að flauta keppnina af vegna dræmrar skráningar þegar skráningarfrestur er ekki einu sinni liðinn  :roll:
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Shafiroff on August 20, 2010, 16:06:16
Sælir félagar.Já ég verð eiginlega að taka undir það,allt voðalega skrítið enn eina ferðina.
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Ingó on August 20, 2010, 17:48:28
Sælir.

Þetta var ekki auðveld ákvörðun en við höfum ekki efni á því að bjóða upp á lélega keppni (þ.a.s. fá keppendur) Það þarf að ákveða með keppni um ádegi á föstudegi vegna auglýsing í fréttablaði. :)

Kv Ingó.
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1000cc on August 20, 2010, 18:13:47
Já ég er hætttur og kem ekki aftur það er á hreinu.................
Var búinn að legga mikinn tíma og vinnu fyrir þessa keppni......
Fékk annan til að taka bakvaktina mína sem gefur fínan pening og kvartmíluklúbburinn er örugglega ekki til í að borga mér......
Síminn hjá mér er 6903659 og þið getið hringt í mig til að fá reiknings númerið til endurgreiða keppnisgjaldið sem þið létuð mig borga eftir að þið voruð búnir að ákveða þessa frestun.......

Diddi
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: SMJ on August 20, 2010, 19:01:33
 :shock: Gott veður; margir á æfingunni á fimmtudagskvöldið; skráningarfrestur ekki útrunninn :shock:
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: ÁmK Racing on August 20, 2010, 19:06:38
Það er Menningarnætur fnykur af þessu :???:.Já maður breiðir bara yfir ruslið núna það er klárt [-X.Have fun 8-)
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1965 Chevy II on August 20, 2010, 19:50:38
Sælir félagar,

Þessi frestun snýst um að með svona fáa keppendur erum við að borga með keppninni um 150.000kr því við getum ekki farið að rukka 1000kr inn á mann til að horfa á örfá tæki og kælitími OF tækja myndi skapa langar eyður í keppninni með svona fáum keppendum til að keyra á milli.

Það eru nokkrir sem komust ekki vegna menningarnætur en við vorum búnir að manna þær stöður og allt klárt að því leiti til.

Þetta var ekki þannig að við vildum eða nenntum ekki að halda þessa keppni því það var ALLT klárt,það var ljóst og rætt að nokkrir yrðu mjög reiðir
og við höfum fullann skilning á því en við höfum bara ekki efni á því að borga með keppnum.

Við erum með samning við styrktaraðila okkar og verðum að auglýsa keppnir í fréttablaðinu og það kostar 150.000kr og síðasti séns til að
láta vita af eða á með auglýsinguna er á hádegi á föstudögum.Þetta er fyrir utan annann kostnað við keppnishald.

Stjórn KK biðst velvirðingar á þessu en það var ekkert annað í stöðunni að gera að okkar mati.
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 3000gtvr4 on August 20, 2010, 20:12:31
Væri það þá ekki betra að vera með skráningarfrest á fimmtudags kvöld ekki fram á föstudag??'

Sér í lagi ef það þarf að vera búið að setja auglýsingar fyrir hádegi á föstudag

Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1965 Chevy II on August 20, 2010, 21:10:30
Sælir,
Jú ,líklegast er réttast að færa skráningarfrestinn aftur til fimmtudags eins og var þó vonbrigðin með frestunina væri jafn mikil,við áttum reyndar von á mun fleirri keppendum,síðasta keppni hjá okkur var með 40 keppendur.
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Harry þór on August 20, 2010, 23:34:39
Sæl öll. Þetta kennir okkur að við getum ekki verið í samkeppni við menningarnótt eða hinsegin daga. Svo vantar alveg gamla V 8 bíla sem keyra ca 12,26 - 13,50 í miklu spóli. kanski að kellurnar leyfi okkur taka eina keppni og þá verður það að vera 1/4 míla.

Ætli Sáli þori .

mbk Harry

Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Buzy84 on August 21, 2010, 08:17:09
Góðan Daginn allir !!

Leiðinlegt að heyra að keppnini er frestað, persónulega er ég búin að redda mér fríi frá klukkan 10 í dag og hafa mikið fyrir því, en ég get staðfest það persónulega að á fimtudaginnskvöldið um klukkan 22 voru ekki nema 6-7 keppendur skráðir í ALLA flokka þegar Jón Bjarni var að skoða skráningu, því er ekki hægt að beina þessari frestun að stjórnini á neinn hátt, en leiðinlegt að þetta gékk ekki betur þar sem búið er að fjárfesta í grillveislu fyrir 45 keppendur sem átti að halda fyrir ykkur, en það kemur helgi eftir þessa :)

Kv Óli Rúnar
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1000cc on August 21, 2010, 11:02:04
Er enn að bíða eftir að fá endurgreitt síminn er 6903659 til að fá reiknings nr.

Diddi
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Geir-H on August 21, 2010, 18:28:50
Stjórn KK fariði að hysja upp um ykkur brækurnar áður en allir missa áhugann á þessum annars ágæta klúbb
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1965 Chevy II on August 21, 2010, 18:56:09
Þú hefðir sem sagt kosið að bjóða áhorfendum upp á keppni með 15 keppendum, mjög löngum biðtíma og láta Kvartmíluklúbbinn borga með henni 150.000+ kr ?
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Kiddi on August 21, 2010, 19:18:24
Þetta er búið og gert... Eru menn ekki aðeins of neikvæðir orðið  :-&

Mér finnst nokkuð fyndið að sumir skuli vera í fýlu allt sumarið út af flokkum, frestunum og Óla Gúmm.... Menn fara ekki í 9 sek heima á sófanum  :)
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Geir-H on August 21, 2010, 19:40:53
Frikki ég er ekkert endilega að tala um þessa keppni, ég er bara að tala um klúbbin yfirhöfuð, langar samt að spyrja þig hvernig standa leyfismál hjá klúbbnum í dag?

Kiddi það hafa heldur ekki allir það markmið að keyra 9sec
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Kiddi on August 21, 2010, 20:04:22
Þetta var nú bara létt skot á einn klúbbfélaga okkar Geiri minn...  :)
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1965 Chevy II on August 21, 2010, 20:07:50
Þú verður að koma með nánari útskýringar Geir,við erum bara að gera okkar besta til að reka félagið með hagnaði á erfiðum tímum.

Við höfum reynt að efla samstarf við aðra klúbba og félög með sýningarhaldi og keppnum og munum áfram vinna að því á næsta ári.

Þær keppnir sem við höfum haldið í sumar hafa gefið vel af sér,sérstaklega KOTS og svo síðasta mót til Íslandsmeistara.

Með frábærum styrktaraðila átti að halda grillveislu fyrir keppendur og starfsfólk á keppninni sem átti að vera í dag,því miður varð ekki af
þeirri keppni og ef menn halda að við höfum ekki viljað eða geta haldið hana þá er það mikill miskilningur það vantaði bara fleirri keppendur.

Við höfum komið af stað félagskírteinunum og "vinir kvartmíluklúbbsins" sem eru að skila fullt af peningum til okkar,KK fær krónu af hverjum líter.

Það eru nokkur stórmál sem taka langann tíma í vinnslu hjá bænum varðandi brautina og svæðið okkar og einnig mál í vinnslu innan ÍBH og ÍSÍ.

Rekstur sjoppunar hefur verið tekin í gegn og Guðmundur og Lilja standa sig frábærlega í því,það er búið að taka félagsheimilið í gegn og verður bætt enn betur úr því í haust og vetur.

Við höfum haft stjórnarfundi nánast hvern einasta fimmtudag og þar ef yfirleitt mjög vel mætt,félagsfundir eru alla fimmtudaga og félagsmenn geta fengið fréttir beint í æð,
allar fundargerðir eru á vistaðar á stjórnarspjalli fyrir verðandi stjórnarmeðlimi,félagatal og "vinatal" komið í rafrænt form og svo margt margt fleirra sem hefur verið í ólestri.

Við settum upp áhorfendastúkur,færðum hliðið okkar til að geta lokað svæðinu sem var mjög stórt atriði.

Það var gengið frá stórum styrktarsamningum við nokkra aðila.

Það hafa komið upp atriði sem hafa fallið í grýttann jarðveg en það er alveg við því að búast og við erum ekkert yfir gagngrýni hafnir en reynum bara að gera okkar besta samt.



Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: ÁmK Racing on August 21, 2010, 20:49:44
Frikki minn ég get ekki orðabundist með að þú segir að þið séuð ekki yfir gagrýni hafnir?Mér hefur sýnst annað um leið og einhver smellir einhverri gagrýni fram endar hún í ruslafötunni.Það er búið að koma fjandi oft fyrir,enn svona á heldina litið burt séð frá þessari keppnisfrestun hafi þið bara hreinleiga staðið ykkur allveg agalega illa.Og þurfið heldur betur að taka á honum stóra ykkar ef þið ætlið ekki að enda með að sitja einir að draslinu eða það er kannski það sem þið viljið?Ég vona að þið verðið ekki mjög sárir en þetta er bara min skoðun og fannst mér bara rétt að hún kæmi fram.Gangi ykkur vel og Lifið heilir.Kv Árni Már Kjartansson
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: 1965 Chevy II on August 21, 2010, 21:03:42
Gagngríni og skítkast er ekki það sama Árni,skítkast og meiðyrði lenda í ruslafötunni ásamt nöldri frá mönnum sem eru ekki og hafa ekki verið í þessum klúbb.
Hvað er það sem við höfum staðið okkur svona agalega illa í ?

Að setja inn þessa flokka til prufu í eitt ár með stuttum fyrirvara? er það ástæða til að sitja heima í fýlu?
Að takmarka spjallið að hluta fyrir meðlimi? Það lá fyrir samþykkt fyrri stjórnar með að leggja það alveg niður.

Við höfum allir í stjórn lagt á okkur töluverða vinnu og reynt að gera okkar besta.
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Lindemann on August 21, 2010, 21:25:05
Mér hefur fundist þetta sumar hafa gengið mjög vel, og allir sem hafa verið mikið uppá braut í sumar hafa séð það að mikið er búið að gera!

Best er að þeir sem eru óánægðir mæti á félagsfundina og tali þar beint við stjórnarmenn, það skilar sér miklu betur fyrir alla aðila.
Það kemur aldrei neitt útúr rifrildum á spjallborðum.

Mér finnst að menn séu oft of fljótir að æsa sig á spjallinu áður en þeir vita allar hliðar þeirra mála sem koma hér upp.
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: ingvarp on August 21, 2010, 21:43:57
Mér hefur fundist þetta sumar hafa gengið mjög vel, og allir sem hafa verið mikið uppá braut í sumar hafa séð það að mikið er búið að gera!

Best er að þeir sem eru óánægðir mæti á félagsfundina og tali þar beint við stjórnarmenn, það skilar sér miklu betur fyrir alla aðila.
Það kemur aldrei neitt útúr rifrildum á spjallborðum.

Mér finnst að menn séu oft of fljótir að æsa sig á spjallinu áður en þeir vita allar hliðar þeirra mála sem koma hér upp.

:smt023

einmitt það sem ég hugsaði  :)
Title: Re: Frestun á 1/8 keppni
Post by: Racer on August 22, 2010, 22:38:55
rífast á netinu er jafn skemmtilegt og horfa á drukkna maura slást eftir að maður svettir smá bjór yfir þá.. gaman í smá stund.

svo er þetta spjall á netinu og óþarfi að hafa skítköst og niðrandi tal þar sem nánast hver sem er getur séð þetta.. þarf ekki nema eina virkilega slæma og neikvæða umræðu og þá er mannorð klúbbsins farið.

betra er að hreinsa þetta af spjallinu og rökræða á opnum fundum eða í skúraheimsókn eða menn geta skrifað í dagbókina sína ef þeir þora ekki að rökræða utan netsins.

annars heyrði ég að kvartmílu spjallborð eru voða sjaldgæf hjá erlendum brautareigendum :D