Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: baldur on August 15, 2010, 22:26:48
-
Ég er með bensíntank úr PE plasti, einn nippill er brotinn að hluta til og lekur alveg allhressilega út. Brotið er í kverkinni á skarpri vinkilbeygju.
Nú veit ég ekki um neitt lím sem loðir við PE, er nokkuð slíkt til? Hvert á ég að fara til þess að láta sjóða í þetta?
Baldur
-
http://www.miniatures.de/pattex-PSA12-blitz-plastik-fluessig.html ??
-
Borgarplast er með græjur í svona suðu,þeir framleiða rotþrær úr PE
Halldór