Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on June 14, 2010, 20:57:03

Title: Rauð Nova
Post by: Moli on June 14, 2010, 20:57:03
Hvaða Nova er hér á siglingu eftir brautinni?  8-)

Title: Re: Rauð Nova
Post by: Skúri on June 15, 2010, 11:28:51
Er þetta ekki Novan sem Sigurjón Haraldsson átti og var svo seinna máluð svört og hvít.
Title: Re: Rauð Nova
Post by: 10,98 Nova on June 15, 2010, 12:33:32
Nei þetta er ekki Novan sem Sigurjón Haralds átti hún var blá, Það var til mynd af henni einhverstaðar á spjallinu.  Man ekki nafnið á þeim sem átti þessa en hann vann hjá Bílabúð Benna á þessum tíma og keppti áhenni eitt eða tvö sumur.

Kv Benni
Title: Re: Rauð Nova
Post by: 429Cobra on June 15, 2010, 13:07:24
Sælir félagar. :)

Sá sem að átti þessa "Novu" og ók henni þarna á myndinni heitir Edvard.
Hann keypti þennan bíl eftir að hann eyðilagði aðra "Novu" sem að hann átti þegar hún flaut upp í bleytu og lenti á stólpunum á brúnni við Ártúnsbrekkuna.
Eddi var að keyra Elliðavogin þar var risatór og djúpur pollur, bíllinn flaut upp og lenti á stólpunum.

Hann fékk þessa "Novu" fyrir lítið, lagaði hana til flutti kramið yfir og keppti síðan á bílnum.
Þessi bíll var að mestu leiti settur saman í skúrnum hjá mér, en hvað varð síðan af honum þegar Eddi seldi hann veit ég ekki.

Eins og Benni skrifaði hér að ofan þá var keppt á bílnum í sennilega tvö sumur, en það er eins og mig mynni að hann hafi aldrei verið settur á númer. :???:

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Rauð Nova
Post by: 954 on June 15, 2010, 15:28:27
Rifinn á Húsavík ´87. Síðast í eigu bróður míns með 307+350
Title: Re: Rauð Nova
Post by: Actrosinn on June 19, 2010, 10:47:50
Sælir félagar
 Eins og Hálfdán segir þá átti Eddi þessa Novu. Hann var að vinna hjá Benna á árunum 84-87 að mér minnir . Þessi Nova fór best á 12.70 en kramið kom úr orange litaðri Novu með sílsapústurrörum sem að Eddi vafði utan um brúarstöpulinn á Elliðarárbrúnni .
  Kramið úr þessari Novu kaupi ég svo þ.e 350 vél, 350 skiptingu og svo 10 bolta hásingu með 5.13 drifi árið 1986 . Færi ég þetta  í 74 Venturana grænu sem ég átti sem var þá með slappa 307 sem að ég seldi svo honum Andrési ( Ramcharger hér á spjallinu ).
 Venturan fór best 13.04 á mílunni 13.43 á götudekkjum. 1987 færi ég svo allt kramið yfir í 71 Camaro sem ég keypti af Fribba og náði best
 12.98 ( Náði aldrei tímanum hans Edda  :-(  ) og 13.50 á götudekkjum.
   Vélin fór svo mikið breytt í 68 Camaroinn sem ég keypti síðan og átti best 10.39 á honum og svo fór vélin í Veguna sem Grétar Franks á núna og náði best 11.04 spólandi fyrstu 100 metrana í einu kvartmílukeppninni á honum. Náði svo 4.001 í sandinum.
 Vona að menn hafi gaman af þessari lesningu um afdrif kramsins úr þessari Novu.

 Stefán Björnsson
Title: Re: Rauð Nova
Post by: Moli on September 04, 2012, 21:25:12
Ætli þetta sé þá ekki ferillinn?

Eigendaferill
18.08.1986    Ragnar Aðalsteinn Magnússon
30.05.1986    Magnús Sigurðsson
15.02.1985    Friðrik Árni Pétursson
09.06.1983    Edward H Guðmundsson
29.05.1979    Baldur Hannesson
08.01.1979    Gunnar Þór Geirsson
04.11.1977    Lárus Valberg

Númeraferill
16.06.1986    Þ3289    Gamlar plötur
03.04.1985    G22058    Gamlar plötur
29.05.1979    R65179    Gamlar plötur
08.01.1979    R5110    Gamlar plötur
04.11.1977    R1243    Gamlar plötur
Title: Re: Rauð Nova
Post by: 954 on September 14, 2012, 21:24:09
Þetta er réttur ferill
Kv Ási J