Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: stebbsi on May 30, 2010, 23:10:39
-
Er einhver sérstök aðferð eða tækni sem maður ætti að vita af þegar maður skiptir um kælivökva? er þetta ekki bara tappa af, fylla á og láta ropa loftinu úr? :roll:
-
Jú nákvæmlega rétta aðferðin , muna bara að leggja hann yfir öxlina og klappa á bakið á honum þegar þú lætur hann ropa. 8-)
-
Það er best að skola líka nokkrar umferðir í gegn með vatni ef kælivatnið var ljótt..
Eini gallinn við það er að það varður alltaf eftir eitthvað af hreinu vatni á kerfinu,
þessvegna er best að komast að því hvað það fer mikið á kerfið, segjum að það sé
10 lítrar, þá seturu 4-5 lítra af hreinum frostlegi fyrst og fyllir svo bara upp með vatni.