Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Dodge on May 18, 2010, 10:02:41
-
Eftir þessa brilliant hugmynd um að loka Keppnishald borðinu fyrir almenningi verða hugsanlegir keppendur
sennilega bara að sáldra hálfum þráðum útum allt, so here goes...
Sandspyrnan 24 maí.
Átti hún ekki að vera í Hrauni í Ölfusi? nú er verið að tala um að brautin verði stutt og óbein,
hefur svæðið þarna eitthvað breyst síðan í fyrra? síðast þegar ég sá var þetta kílómeters löng
aflíðandi sandfjara..?
Er meiningin að keppa ekki í Opnum flokki og sérsmíðuðum?
Er meiningin að halda þessa keppni? það er lágmark að gefa mönnum allavega 6 daga fyrirvara. :wink:
-
HEYR HEYR
-
Við vorum nú bara að fá staðfestingu á því í gærkvöldi að brautin væri allavega 200m
Það sem við fengum að vita á sunnudaginn væri að þetta myndi mögulega vera 150m og þá hefði mögulega ekki verið hægt að keyra neitt.
En eftir að það var farið með jarðýtu þarna og tekið aðeins úr hliðinni á gryfjunni á einum stað þá urðu þetta 200m í endann
Varðandi Opnu flokkana þá teljum við að það sé ekki nógu langur bremsukafli fyrir þá bíla og það er ekki hægt að ná lengri braut en þetta þar sem að það er sveigja í gryfjunni.
Svo er ekki endilega víst að það verði hægt fyrir lægstu bílana að keyra niður í gryfjuna, þannig að við sjáum ekki annað fært í þessu en það sem að við erum búnir að ákveða
-
Ok takk fyrir svörin.
En þú talar um gryfju og stutta braut, er sumsé verið að tala um annað svæði en Hraun í Ölfusi þar sem við héldum keppnina í fyrra?
Og er þá sumsé búið að ákveða að halda keppnina fyrir minni flokkana allavega?
-
held örugglega að það sé verið að tala um að halda þessa sandspyrnu í torfærugryfjunum á Hellu.
Mér finnst það persónulega vera BULL, en það getur vel verið að það geti verið gaman af þessu, ætla ekki að dæma þetta algerlega áður en ég sé hvernig þetta á að vera :)
-
Ég áhvað fyrst ég á heima rétt hjá Hellu að kíkja útí gryfjur að athuga hvernig þetta væri. Þetta lýtur mun betur út en maður býst fyrst við, það er verið að vinna að því að fjarlægja beygjuna. Það er maður að vinna á jarðýtu núna og það gengur að mér skilst mjög vel.
Svo skoðaði ég aðeins hvernig brautirnar eiga að vera og þessi helgi verður án efa MJÖG skemmtileg!
Það er búið að snúa þessu öllusaman þannig að áhorfendapallarnir verða öfugum megin miðað við fyrri ár.
Lofar góðu :)
-
Ok takk fyrir svörin.
En þú talar um gryfju og stutta braut, er sumsé verið að tala um annað svæði en Hraun í Ölfusi þar sem við héldum keppnina í fyrra?
Og er þá sumsé búið að ákveða að halda keppnina fyrir minni flokkana allavega?
til að svara þér beint, þá á að halda þessa keppni í torfærugryfjunum á Hellu. Það komst einhverra hluta vegna á kreik orðrómur um að það ætti að vera sandspyrna við Hraun í Ölfusi, en það var aldrei planið. Svo þessi misskilningur er skiljanlegur :)
-
Ok takk..
-
Eftir nýjustu fregnir af brautinni þá hefur verið ákveðið að keyra alla flokkana, en engu að síður þá þurfa allir að vita af þessum aðstæðum sem að við erum búnir að vera að tala um
Það er doldið bratt þarna niður en það verður hægt að aðstoða við að komast upp aftur ef svo ber undir.
Einnig þá lýtur út fyrir að beini kaflinn á brautinni verði 220-230m sem gefur þá 130-140m í beinann bremsukafla eftir það þá sveigir brautin til hægri.
Það er verið að vinna í brautinni enþá þannig að þetta vonandi bætist jafnvel eitthvað meira fyrir keppnina en þið vitið af þessu allavega
kv
Guðmundur Þór
ps það er hægt að ná í mig í 8421903 ef þið viljið spurja mig að einhverju
-
Hér er svo mynd af svæðinu
það er startað þarna uppi og keyrt niður .. svo kemur bremsukaflinn og sveigjan til hægri eftir það
Fyrir alla aðra en dragstera og stóru bílana þá væri hægt að keyra upp úr gryfjunni eftir brautina en hinir myndu snúa við og keyra upp þeim meginn
Ég er að bíða eftir að heyra hvort það sé búið að minnka hallann á aðkomunni niður í gryfjuna og hvort það hafi eitthvað verið breikkað því sá slóði var bara í kringum 2,5m og mjög brattur þannig að það hefði verið erfitt að keyra þar upp á dragga t.d.
Það er hægt að skoða kortið af þessu á ja.is og gps hnit eru : 63° 49,903'N, 20° 19,847'W
Hér er svo mynd af þessu og það er startað þarna sem að línan byrjar að ofan
(http://www.kvartmila.is/wiki/images/4/41/ATT00001.png)
kv
Guðmundur Þór
-
Hvernig er það ætla einhverjir að koma á þennan sand og hefur einhver heyrt hvernig þetta lítur út,það er að segja svæðið.
-
hér eru myndir sem ég tók fyrir Gumma í gær. Er að fara á eftir að fara yfir staðsetningarmál hjá Svani (s.s hvar ég má vera að mynda) og smelli eflaust nokkrum myndum af brautinni eins og hún er núna.
http://picasaweb.google.com/lh/photo/fKJOQR_uIDwIsYS-wmvALA?feat=directlink
http://picasaweb.google.com/lh/photo/LEsyRW-zia0BKMa84xQbLw?feat=directlink
http://picasaweb.google.com/lh/photo/IMHc0MRgDeqOl8lpmGDSwA?feat=directlink
http://picasaweb.google.com/lh/photo/HFDoLHXMa9AhEq28AISyQQ?feat=directlink
http://picasaweb.google.com/lh/photo/-JsYJxNk5Mk08pNCo8czeg?feat=directlink
-
Sælir. Ja þetta segir ekkert þyrfti að taka betri myndir ekkert að sjá .málið er að ég er með fólksbíl og lágan .
-
já það er leiðinlegt að heyra. Vonandi næ ég betri myndum af svæðinu á eftir :wink:
-
ég get einhverra hluta vegna ekki breytt fyrra innleggi svo ég set þetta bara í nýjann póst...
Það vantaði hvað er hvað á þessum myndum, kannski útskýrir það myndirnar betur, hver veit.
Bratta brekkan á myndum 1&5 er inngangur að brautinni, hún byrjar í ca 45° halla og verður svo þó svoldið brattari
aflíðandi brekkan sem sést illa á myndum 2&3 er vegurinn til baka að rásmarki.
Svo er mynd 4 af brautinni sjálfri.
Hafa verður í huga að það er verið að vinna í þessari braut núna og þetta verður vonandi komið í gott stand á morgun. Ennþá á eftir að taka meiri halla úr inngangnum, myndi persónulega halda að 45° halli væri nógu aflíðandi ?
Það á líka eftir að slétta úr veginum í gilinu að brautinni sjálfri.
En þetta kemur allt í ljós á eftir þegar ég fer með myndavélina og reyni að ná betri myndum af þessu.
-
Takk elsku vinur svona eiga menn að vera fullir af samstarfsvilja gott mál. Já ég bara býð og hlakka til að skoða.
-
Hvernig er með ykkur Akureyringar ,ættlið þið ekki að koma og keppa við okkur.
-
já það væri gaman að sjá keppenda lista ef einhver er búinn að skrá sig þ.e.a.s :???:
-
Sæll .Ég hef verið að spjalla við vini mina allt menn sem eru á stórum bílum dröggum og sérsmíðuðum bílum og satt best að segja þá er uggur í mönnum.
-
já ég var útá svæði núna rétt í þessu og mér var tjáð það að draggar fengu ekki að keyra á brautinni. Færa keppnina í Ölfus !!! :D
-
á að gera það eða var þetta uppástunga
-
var nú bara uppástunga hjá mér :)
Held að það væri miklu vænlegri kostur :)
-
Þetta er ein allsherjar vitleysa enda ekki við öðru að búast .maðurin aldeilis búinn að setja hlutina út fyrir veg eins og hér um árið.
-
ég er alveg sammála því.
Hefði í raun átt að byrja mikið fyrr að undirbúa þetta og kanna hvort svæðið væri viðunandi fyrir keppni, en það er það í raun ekki.
Mín skoðun er að sleppa alfarið að reyna að halda keppnir þarna, þó svo að það hefði getað orðið gaman.
-
Það er verið að vinna í öllu brautarstæðinu með jarðýtu.
Stjórnarmaður er að fara að kíkja á aðstæður í dag.
Það er kominn nokkur skráning og menn almennt séð bjartsýnir.
Einn stjórnarmaður er í beinu sambandi við heimamann og skilst mér að allt sé á góðri leið með að ganga upp.
Það er einhver möguleiki á að þarna verði erlendir keppendur líka sem keppa í torfæru sömu helgi.
Það er verið að vinna á fullu á þessu svæði og ef það næst ekki að klára að gera þetta almennilegt núna þá verður samt haldið áfram með uppbyggingu á þessu svæði með framtíðar sandspyrnu svæði í huga.
Öll neikvæð umræða er ekki af hinu góða og trúi ég því að þetta verði orðið gott fyrir komandi keppnisdag.
-
Hvernig er með ykkur Akureyringar ,ættlið þið ekki að koma og keppa við okkur.
Það er lítið að hafa hér núorðið hvað varðar breytta bíla..
Porscheinn hans dóra er seldur á sauðárkrók.
'Cudan mín er í pörtum og smíði
Escortinn hans Tona er vélarvana, ég er búinn að fá hann lánaðann fyrir sumarið og er að fara að 440 væða hann en það er ekki klárt.
Capriceinn hans Ragga er nánast klár, en hann á ekki skóflur og ég held hann nenni ekki að leggja á sig vinnuna og ferðalag
til að klára dæmið og fara suður í eitthvað óklart mál.
Racingfélag Stjána Skjól og Gunna Rúnars eru náttúrulega með draggann hangandi í loftinu og eitthvað til af vélum í hann
en ég held það verði ekkert klárt og enginn svaka hugur í þeim.
Mustanginn hans BÓ er enn vélarlaus.
En fleiri óbreytta bíla veit ég ekki stöðuna á, það getur vel verið að það fara einhver.
-
Verður sandur á Hella á morgun ?
-
Skráning í sandspyrnuna hefur verið mjög dræm.
11 tæki skráð eins og er.
En mér skilst að það séu margir fyrir austan sem að héldu að þeir gætu skráð sig þar á staðnum.
Ég er að reyna í þessum töluðu orðum að reyna finna út hversu margir það eru til að fá heildartölu á keppendur.
-
Sælir því miður þá náðist ekki lágmarksþáttaka og þar af leiðandi verðum við að hætta við þessa sandspyrnu
Ef einhver var búinn að skrá sig og borga þá vinsamlegast að hafa samband við mig upp á endurgreiðslu
Kv
Guðmundur Þór
-
bömmer :-(
-
Myndir teknar í dag.
Einhver hluta vegna þá koma engar myndir.
-
The message body was left empty.
-
ég er svoldi forvitinn.. hver borgar fyrir jarðýtu vinnuna fyrst sandspyrnan er aflýst?
annars rámar mig eitthvað í að kvartmíluklúbburinn stóð ekki að þessu heldur lánaði aðeins ljósabúnaðinn.
-
þeir á hellu sjá alfarið um alla jarðvegsvinnuna
-
Já þeir á Hellu hafa alveg séð um jarðvegsvinnuna.
En við ætlum að hittast og sjá hvort það sé ekki hægt að keyra þarna seinna í sumar
kv
Guðmundur Þór
-
frábært hjá ykkur að gefast ekki upp =D>
hugsa að það gæti verið gaman að halda spyrnu þarna niðri, reyndar spurning hvort það væri hægt að gera bremsukaflann lengri/betri svo draggar geti keyrt líka :-k
-
Það er einmitt eitt af því sem á að skoða
-
Frábært framtak hjá Hellu mönnum og konum að sýna þessu sporti áhuga og legga á sig að byggja upp braut fyrir þetta frábæra sport, meigi þeir eiga allar mínar þakkir fyrir og vona ég að brautin verði prufuð áður en langt um líður.
Með þökk og virðingu til þeirra sem að þessu standa. Anton