Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on May 04, 2010, 21:15:24
-
Er ekki kominn tími á Corvette?? 8-)
Hver þekkir þessa?
1. Grár, tekinn á sýningu KK í Vitatorgi minnir mig.
2. Hvít... kem henni ekki fyrir mig.
3. Rauður innfluttur 2005. Mynd tekinn í porti Eimskips haustið 2005.
-
Nr1 er rauður í dag.
Nr 2 var væntanlega málaður svartur.
Nr3 kem honum ekki fyrir mig.
-
Þessi hvíti var í Grindavík, eigandinn var sjómaður og notaði bílinn lítið (skiljanlega),
mig minnir að hann heiti Ægir, en mitt minni er alls ekki öruggt.
-
Alveg frábært að geta ekki editað pósta hér :roll:
Nr1 er rauður í dag...(FLY LOW) minnir mig.
Nr 2 var væntanlega málaður svartur...Oft kenndur við (Gogga pizza 67)
Nr3 Er væntanlega ZR-1 sem kom á þessum tíma.
-
Hérna er amk. FLYLOW.
-
Skoðaði þennan hvíta í Grindavík 1993 og var næstum búinn að kaupa hann. Hann var örugglega rauður að innan. Seinna varð hann svartur eins og kom fram og fékk felgur af yngri Vettu.
-
man eftir þessari hvítu þegar hún var þannig, og mætti henni í gær held ég
-
man eftir þessari hvítu þegar hún var þannig, og mætti henni í gær held ég
Tókstu eftir bílnúmerinu?
-
Hæ,
Ef mér skjátlast ekki er númerið á fyrrverandi hvítu kd-657. þessi rauði efst er að mig minnir zr-1 og 90 módel.
kv,
-
Hæ,
Ef mér skjátlast ekki er númerið á fyrrverandi hvítu kd-657. þessi rauði efst er að mig minnir zr-1 og 90 módel.
kv,
Sælir,
Það stemmir við hvíta bílinn, KD-657 var á Ö-961 árið 1988. 8-)
Þegar þú segir, rauði efst, ertu þá ekki að meina neðsta bílinn sem stendur í portinu hjá Eimskip? Ég fann eina skráningu af Corvette sem er ZR1 og forskráður 3 vikum eftir að þessi mynd er tekinn, en það er EK-606 og hann er skráður rauður. Skv. VIN# er það ZR1.
-
Jú passar, eimskipsbíllinn, skoðaði hann sjálfsagt á svipuðum tíma þarna í portinu.
-
Þegar ég var að vinna í Eimskip 1998,þá stóð þar ein,nokkuð lengi, ósótt 1984 Gulbrún
veit einhver hvar sá bíll er?
Halldór
-
Þegar ég var að vinna í Eimskip 1998,þá stóð þar ein,nokkuð lengi, ósótt 1984 Gulbrún
veit einhver hvar sá bíll er?
Halldór
Gæti verið bíllinn sem stóð fyrir utan Mótorstillingu í einhver ár.... :-k
-
Þetta er bíllinn hans Vidda dyravarðar.