Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on April 26, 2010, 23:02:15
-
Þekkir einhver söguna á bak við þennan? 8-)
Á fyrri myndinni er hann á sýningu í Kolaportinu, 1987 eða 1988.
Seinni myndin er tekinn eftir 1991.
-
man eftir 2 svona bláum - búið að rífa báða (í kringum 1990-1992)
annar var rifinn á suðurnesjum og hluti af hinum endaði hjá Ragga Róberts jeppapartasla
-
Góðan daginn félagar. Þennan Camaro átti ég 1987 með númerinu G-971 en ég keypti hann af Fribba(Friðbirni Georgssyni )en hann hafði hafði keypt hann númerslausan ofan af Akranesi og málaði
hann bláann . Var með þennan bíl í kvartmílunni og sandinum 1987 og náði best 12.98 á slikkum og opnu pústi 13.43 á götudekkjum og 6.59 á skóflum í sandinum . Það eru til myndir af honum hjá þér Moli þegar ég var að keppa í mílunni.Tók svo vélina úr honum og setti 350 4 bolta vél í hann og seldi svo Pétri Jakobssyni vini mínum bílinn 1988 en hann setti L-88 skópið og spoilerana að aftan og framan og lét sprautan allan.Sá bílinn standa klesstann að framan fyrir utan blokk á Hvammabraut í Hafnafirði líklega um kringum 1990. Vona að þetta komi ykkur að gagni en það væri gaman að ef einhver vissi um þennan Camaro bæði fyrir og eftir að þessar myndir eru teknar.
-
Ég gleymdi að kvitta undir þetta hjá mér .
Kv. Stefán Björnsson
-
Sælir,
Já er það þessi bíll... hérna eru fleiri myndir ásamt eigendaferli. 8-)
Eigendaferill
31.8.1991 Einar Geir Einarsson Hraunbær 154
3.11.1990 Gestur Rúnar Stefánsson Noregur
9.1.1988 Pétur Ingi Jakobsson Hafurbjarnarstaðir
7.4.1987 Stefán Björnsson Víkurbakki 12
12.1.1981 Gísli Þór Aðalsteinsson Kirkjubraut 12
24.8.1979 Ásberg Þorsteinsson Höfðabakki 1
8.12.1978 Guðmundur Einarsson Fannafold 127
17.2.1978 Hilmar Elís Árnason Hamarshjáleiga
31.5.1977 Ómar Kjartansson Ártún 13
Skráningarferill
30.1.1992 Afskráð -
7.4.1987 Endurskráð - Almenn
1.1.1983 Afskráð -
1.1.1900 Nýskráð - Almenn
Númeraferill
25.2.1988 R15600 Gamlar plötur
7.4.1987 G971 Gamlar plötur
10.11.1979 V307 Gamlar plötur
8.12.1978 A6333 Gamlar plötur
17.2.1978 Y7190 Gamlar plötur
31.5.1977 K414 Gamlar plötur
-
Fyrir nokkrum árum ætlaði kunningi minn að versla hest austur á Rangárvöllum en þegar bóndinn og kunninginn fóru inn í vélageymslu til að ná í reiðtygi sá kunninginn bláan spoiler standa út undan segli úti í horni. þegar nánar var að gáð var þarna blár Camaro 70 eða 71. Hesturinnn gleymdist og kunninginn fór með Camaroinn í bæinn og er hann nú í hægri uppgerð í Kópavogi en þegar ég sá hann síðast var búið að riðbæta hann tölvert mikið og kaupa heilan helling af góðgæti í gripinn. Hvort þetta er bíllinn veit ég ekki , en blár Camaro er til í Kópavog!!
bestu Kv Maggi Kristjánss
-
Fyrir nokkrum árum ætlaði kunningi minn að versla hest austur á Rangárvöllum en þegar bóndinn og kunninginn fóru inn í vélageymslu til að ná í reiðtygi sá kunninginn bláan spoiler standa út undan segli úti í horni. þegar nánar var að gáð var þarna blár Camaro 70 eða 71. Hesturinnn gleymdist og kunninginn fór með Camaroinn í bæinn og er hann nú í hægri uppgerð í Kópavogi en þegar ég sá hann síðast var búið að riðbæta hann tölvert mikið og kaupa heilan helling af góðgæti í gripinn. Hvort þetta er bíllinn veit ég ekki , en blár Camaro er til í Kópavog!!
bestu Kv Maggi Kristjánss
Sælir,
Það er '71 Camaro og er vissulega blár, en það er ekki þessi bíll sem hér ofan er rætt um. Það er FJ-498. 8-)
Þessi: