Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 1965 Chevy II on April 22, 2010, 22:59:40
-
Sælir félagar,
Við þurfum að skila inn upplýsingum í FELIX sem er félagatal ÍSÍ og því þurfum við að fá netföng og annað frá félagsmönnum.
Ef þið gætuð fyllt skjalið hér að neðan út sem allra fyrst þá væri það gott,þetta er bara nýja skráningarformið í Kvartmíluklúbbinn
það er tilvalið að nota það bara.
Endilega allir að skrá sig hér að neðan,þið verðið ekki tvírukkaðir :wink:
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ YKKUR (http://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dF82T2YyREFDODE5STVrOE9DR1JhRVE6MQ)
Takk fyrir. O:)
-
En hvað með okkur sem eru búnir að borga ársgjaldið í ár, verðum við líka að skrá okkur þarna ?
-
Sæll Aggi,
Já því við höfum ekki netföng hjá öllum.Endilega allir meðlimir að skrá sig. :)
-
þannig að það kemur ekki nýr reikningu inn um lúguna :)
-
Nei nei nei það er vel haldið utan um það af fjárhirðinum.
Þegar félagsmenn senda inn þetta skjal þá fyllist það inn í exel skjal í möppu á lokuðu svæði,alveg þrælgott að geta haft gott skipulag á þessu.
-
Jæja þetta gengur ágætlega,endilega allir að skrá sig þó þið séuð búnir að borga þið verðið EKKI tvírukkaðir. :wink:
-
Jæja þetta gengur ágætlega,endilega allir að skrá sig þó þið séuð búnir að borga þið verðið EKKI tvírukkaðir. :wink:
Ég lofa. :D :D :D
-
62 búnir að skrá sig,þetta er allt að koma 8-)
Verið duglegir og skráið ykkur svo við getum skráð alla í FELIX og einnig flýtir þetta fyrir með Skeljungs félagskírteinin. :smt023
-
78 búnir að skrá sig,vantar nokkra ennþá.
-
Félagsnúmerið mitt stendur ekki á 2009 skírteininu og ég er ekki búinn að fá 2010 skírteinið. Hvar get ég fundið númerið?
-
Gummi er búinn að setja ný númer á þá sem hafa ekki númer eða hafa gleymt sínu,hann er búinn að senda helling til skeljungs svo þetta ætti að koma inn um lúgurnar hjá okkur á næstu dögum.