Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: djánís on April 19, 2010, 18:27:43
-
Sælir
hvað er til af eldri porsche á íslandi, þ.e.a.s eldri enn 1980 ?
Væri gaman að vita, eins ef einhver veit um eitthvað af varahlutum í svona bíla
Finnur Fjölnisson
-
Hvernig Porsche?
Ég veit um einhverja 924 t.d..
(http://www.ssip.net/upload/porsche-924-side-2_192.jpg)
-
já eða kannski 911 og 912 bíla...
ég er með einn 911 1967 árgerð, veit um fáa bíla með þessum gömlu boddýum
-
mig vantar t.d felgur undan porsche með 130 deilingunni, má vera undan hvaða týpu sem er
-
Man eftir einum minnir mig 911 turbo sem að var sjötíu og eitthvað. Stóð í Grafarvoginum síðast þegar ég sá hann...
-
Hvað varð um þann fjólubláa 911 turbo.... á einhvernstaðar til mynd af honum ef þið vitið ekki hvaða bíl ég er að tala um.
Svo var einn skærgulur 911 turbo
og svo einn rauður með samlokuljósum og hevy útvíkkanir......
-
já og kannski eitthvað í líkingu við þennan ...
væri gaman að vita um fleiri bíla.
ég veit um einn 1965 912 rauðan bíl
og 2 1969 911 eiturgrænan og hvítan 912
þessi á myndinni er minn og kemur á götuna í júní
-
Það er 912 bíll í uppgerð hjá Augnablikk
(http://www.badongo.com/t/800/5564466.jpg)
http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=1686&postdays=0&postorder=asc&highlight=porsche+912&start=0
-
911-an í grafarvoginum er einmitt fjólublá. ekki langt síðan ég sá hana síðast og þá hafði hún það mjög gott :D
-
veit um einn flottasta Porsche á íslandi sem hefur hvorki verið settur í gang ne seð sólina síðan 1996.
Það er hvítur 911 bíll, ekki Turbo en með Turbo útlitið, þar að segja spoilerinn og allt.
Hann er ljós að innan með hvítu leðri og bara geggjaður í alla staði.
hann stendur bara inní skúr og breytt yfir hann.
-
Væri gaman að fá upplýsingar hvar hann er að finna í pm eða síma Finnur 8227335
-
hvað með targa boddýið sem var til á geymslusvæðinu hvítt minnir mig :-k
-
hvað með targa boddýið sem var til á geymslusvæðinu hvítt minnir mig :-k
Það virðist hafa gufað upp :???:
-
Já væri gaman að vita meira um það... Reynum að komast að því hvar það boddý er
-
Er það ekki boddýið sem að Guðbergur og bróðir hans fluttu inn og stóð lengi vel strípap hliðinná Jepp Sport minnir mig að það hafi heitað. uppá krókhálsi enn þessi skel var skráningarlaus og orðin frekar ljót síðast þegar ég sá hana.
-
Hvað heldur þú að það sé langt síðan það var í Jeppasport ?
-
áður enn ég fékk bílprófið þannig að þetta hefur verið fyrir 1997
-
Hvað varð um þann fjólubláa 911 turbo.... á einhvernstaðar til mynd af honum ef þið vitið ekki hvaða bíl ég er að tala um.
Svo var einn skærgulur 911 turbo
og svo einn rauður með samlokuljósum og hevy útvíkkanir......
Fann tvær myndir.
-
Gaman að sjá svona myndir ... endilega pósta fleirum myndum ef þið eigið.
Kv. Finnur Fjölnisson
-
Gaman að sjá svona myndir ... endilega pósta fleirum myndum ef þið eigið.
Kv. Finnur Fjölnisson
Það ætti að vera lítið mál... 8-) Hérna er eitthvað! :wink:
-
hvað getið þið sagt mér um þennan hvíta Carrera ?
-
Hann er farinn úr landi, seldist síðasta sumar minnir mig.
-
hafið þið einhverja hugmynd um hvað varð af Targaboddýinu sem skráningin var notuð af ? minnir að hún hafi verið notuð í 89 bíl
-
Held að þessi svarti (MA 370) sé þessi rauði sem ég var að tala um með stóru útvíkkanirnar og samlokuljósin.... heyrði einhvern tíman að það ætti að skipta um framenda á honum.
-
Held að þessi svarti (MA 370) sé þessi rauði sem ég var að tala um með stóru útvíkkanirnar og samlokuljósin.... heyrði einhvern tíman að það ætti að skipta um framenda á honum.
Já þetta er hann,var málaður svartur allur um daginn og skipt um framenda,samt núna þegar maður sér hann þá finnst manni eins og hinn framendinn hafi farið honum betur og já rauði liturinn líka....
-
Væri gaman að vita meira um þennan
-
Væri gaman að vita meira um þennan
Eitt get ég amk sagt þér, hann er til sýnis á Burnout 2010 8-)
-
Sælir
Smá uppl um bláa 911S 1976 2,7L Porsche
Ég er 3 eigandi, kaupi þennan bíl í Tulsa Ok 1998. þegar hann kemur til landsins er hann rifinn í spað og sprautaður en lakkið var orðið upplitað.
Er tjónlaus og ryðlaus. fyrsta árgerðin sem er galvaniseruð.
Er í topp standi. Á allar nótur frá upphafi.
Er falur í réttar hendur og fyrir rétt verð.
-
Mótor og kassi voru tekin upp í þessum fjólubláa rétt eftir aldamót allavega raðaði ég kassanum samn á sínum tíma