Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: dodge74 on April 17, 2010, 15:59:04

Title: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 17, 2010, 15:59:04
Var að bögglast við þetta í gærnótt og setti í hann rafgeymi, setti óvart rafgeymirinn vitlaust i myrkrinu, þ.e.a.s plús í mínus og mínus í plús.

Og helvítið startaði og það kom smá rafmagnslykt og núna fer hann ekki í gang.

En öll ljós koma þrátt fyrir það og hann startar sig.

Öll öryggi eru í lagi, svo ég spyr hvort einhver sé með ráð fyrir þessu?

Spurning um relay..?
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 17, 2010, 19:39:31
einginn með svör??
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Lindemann on April 19, 2010, 20:43:05
er þetta bensín eða dísel?
startar hann núna og fer ekki í gang eða startar hann ekki yfir höfuð?
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Nonni on April 19, 2010, 23:09:32
...það kom smá rafmagnslykt...

Hvernig er lyktin af rafmagni  :-k
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 20, 2010, 11:27:52
er þetta bensín eða dísel?
startar hann núna og fer ekki í gang eða startar hann ekki yfir höfuð?

þetta er bensin 350 og jú hann startar og öll ljós koma upp á mælaborðið en hann fer ekki í gáng fær hvorki neista né bensin :-(
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Nonni on April 20, 2010, 12:10:10
Búinn að fara yfir öll öryggi?
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Racer on April 20, 2010, 12:38:34
hann er búinn að fara yfir öll þau sem hann finnur þar að segja í húddinu og undir mælaborðinu við stýrið.

þetta er tbi 350 ´93 með ecu
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: 1965 Chevy II on April 20, 2010, 13:22:03
Ég myndi athuga relay fyrir bensíndæluna,fer hún í gang þegar þú svissar á?
Kannski fær hann engann neista ef bensínþrýstingurinn kemur ekki upp(bara ágiskun)
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 20, 2010, 13:26:22
Ég myndi athuga relay fyrir bensíndæluna,fer hún í gang þegar þú svissar á?
Kannski fær hann engann neista ef bensínþrýstingurinn kemur ekki upp(bara ágiskun)
það er svosem allveg sens hvar fynn ég teikningar og upply hvar realyið fyrir bensindæluna sé stað sett
og ja nei bensindælan fer nefnilega ekki á þegar ég svissa á hann
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: 1965 Chevy II on April 20, 2010, 13:32:54
Í mínum söbba stendur á lokinu hvaða relay er hvað.
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: 1965 Chevy II on April 20, 2010, 13:34:25
http://wiki.answers.com/Q/Where_is_the_relay_location_on_a_1993_Suburban
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 22, 2010, 20:09:07
shitt eg er ekki að fynna útur þessu á eitthver vela tölvu fyrir þennan bíl??
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 24, 2010, 01:11:08
einginn með flerri hugmyndir hvað gæti verið að bögga mig?
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: KiddiJeep on April 24, 2010, 01:38:13
Ég held því miður að þú hafir hreinlega steikt tölvuna miðað við það að þú fáir hvorki neista né eldsneyti
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Lindemann on April 24, 2010, 20:05:36
það er voða líklegt að vélartölvan hafi gefist upp við þetta..........svo er spurning um alternatorinn líka, en það kemur nú í ljós þegar bíllinn er kominn í gang.
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 25, 2010, 00:36:36
okei ég ættlað redda mer vela tölvu í hann og læt vita hvort það hafi geingið upp  :wink:
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: KiddiJeep on April 25, 2010, 12:03:10
Kveikjuheilinn er líka líklegur, mig minnir að það sé sér kveikjuheili í þessum bílum s.s. ekki í tölvunni
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Chevy Devil on April 25, 2010, 12:33:23
Það er ekkert að vélartölvunni bara svo þú vitir það og þessu má öllu kippa í lag á innann við hálftíma!

Þegar þú umpólaðir rafgeiminn þá stútaðir þú altenertornum fyrir það fyrsta! og ofan á það er þú ertu líka búinn að eyðleggja nokkur viðnám 1-3 stk eða fleiri->hvítir eða svartir hólkar sem eru utan á rauðu sveru + snúrunum og þær snúrur eru óvirkar núna eftir að viðnámin eru brunninn yfir!

Ekkert annað fyrir þig að gera en að klippa viðnámin í burtu og tengja beint!,Enn ATH það þegar þetta er orðið þannig tengt og enginn viðnám á snúrnum til staðar lengur og þú lendir kanski í því að umpóla rafgeiminn aftur þá steikirðu allt sem hægt er að steikja :!:
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Lindemann on April 25, 2010, 13:35:43
ertu viss um að það séu ekki díóður frekar en viðnám??
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Chevy Devil on April 25, 2010, 14:08:29
Man ekki hvað þetta plasthólka drasl kallast! en þetta er hannað til þers að fara og fyrirbyggja alvarlegar skemmdir á rafmagns hlutum í GM/GMC bílum vegna svona umpólunar eða þá plúsinn er rekinn óvart út í boddy eða annað slíkt t.d með verkfærum eða vegna annara mistaka.
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 25, 2010, 19:40:41
ertu að tala um plast hólkana sem eru hvitir og eru á hvalbakinum?
eða eru þeir á stóru sveru rauðu snuruni? sem fer á rafgeymin?

og takk æðislega fyrir þetta ættlað skoða þetta og læt siðan vita :D
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Chevy Devil on April 26, 2010, 11:15:14
Sæll,Svona líta plús rafmagnsviðnáms hólkarnar út sem gefa sig við svona umpólun eins og átti sér stað hjá þér í þínum Chevy Surburban!,Og viðnámshólkarnar geta bæði verið svartir eða hvítir og þar sem Google er nú enginn alfræði orðabók með myndum þá tók ég þetta úr minni smiðju og myndaði þetta fyrir þig þ.a.s hvernig þetta lýtur út þannig að þú vitir af hverju þú þarft að leita að!.

Þessir viðnámshólkar eru staðsettir á flest öllum plús snúrnum á þessum stöðum!

Við alternator
Nyður við startara
Aðalinn til vélartölvu
Við Kveikju
Benzíndælu
Miðstöð
OMFL Stöðum

Þú gætir jafvnvel þurft að fletta hlífðar börkum utanaf vírum í rafkerfinu fram í húddi til að finna þann viðnámshólk sem er farin hjá þér,Og ekki get ég svarað því fyrir þig hvaða viðnámshólkur hefur gefið sig hjá þér og hvort þaug eru eitt eða fleiri?,(það er hægt að mæla það hvort þaug séu að gefa straum í gegnum sig eða ekki með réttum tækjum!)

Svona lýta viðnámin út sjá Mynd
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 26, 2010, 13:03:22
sæll og þakka þer fyrir þetta ættlað fara í gegnum þetta og mun láta vita þegar kvikindið fer í gáng :)
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 29, 2010, 13:52:41
er búinn að fara í gegnum þetta allt og ekert af þessu virkaði hvað næst? :?:
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Chevy_Rat on April 29, 2010, 15:41:55
er búinn að fara í gegnum þetta allt og ekert af þessu virkaði hvað næst? :?:

Sæll,Byrjaðir þú á einfaldasta hlutnum þ.a.s skiptir þú um Alternatorinn :?: ,Eða lagaðir þú þann Alternator sem er/var í trucknum og skiptir um díóðubretti/kolbretti etc->Ég vill fá svar við því :!:

Og hvaða brögðum beittir þú til að vita það pottþétt að allir viðnámshólkarnir plúsrafmagns snúrunum séu virkir en ekki óvirkir og séu að gefa straum í gegn um sig :?: .Ég vill líka fá svar við því :!:

Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Racer on April 29, 2010, 15:46:14
hann tók út þessa viðnámshólka og mældi og tengdi saman á ný án þess að notast við viðnámshólka
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Chevy_Rat on April 29, 2010, 17:03:11
hann tók út þessa viðnámshólka og mældi og tengdi saman á ný án þess að notast við viðnámshólka

Hann hefði nú getað farið mun einfaldari leið til að útiloka hvort viðnámshólkarnir hafi verið virkir eða óvirkir,Bara með því að tengja fram hjá þeim með vírstubbum og þjófatengum allgjör óþarfi að klippa þetta allt saman í burtu :shock: ,Bara að klippa á það sem ónýtt er eða hafa það bara svona framhjá tengt með virstubbum og þjófatengjum

Enn Altenaratorinn var hann lagaður eða honum skipt út fyrir annann :?: ,Skiptið um hann næst ef þið hafið ekki gert það :!:





Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 29, 2010, 18:38:01
skiftir þessi alterneitor öllu??
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 30, 2010, 04:52:46
jæja nuna er klukkan 04:47 um morguninn og er að fara leggja mig eftir að hafa veriðað ransaka þetta dular fulla rafmagnsvandamál með suburban í ljós kom það fær allt straum nema bensindælan en hun virkar þegar það var gefið í hana 12.volt háspenukeflið fær straum en neistar ekki frá þvi fekk annað í kvöld og kom það sama í ljós
svo voru teknar nokkrar ómælingar á leiðslum og stóðst það allt 100% nema niður í kveikju frá háspenu kefli
þá var allt daut svo það er eitthvað í kveikjuni sem er að bögga lettan minn og rafmagn niður í bensin dælu hvað skal gera næst á þessu stigi mála?? :wink: kv 'Arni
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Chevy_Rat on April 30, 2010, 11:22:20
jæja nuna er klukkan 04:47 um morguninn og er að fara leggja mig eftir að hafa veriðað ransaka þetta dular fulla rafmagnsvandamál með suburban í ljós kom það fær allt straum nema bensindælan en hun virkar þegar það var gefið í hana 12.volt háspenukeflið fær straum en neistar ekki frá þvi fekk annað í kvöld og kom það sama í ljós
svo voru teknar nokkrar ómælingar á leiðslum og stóðst það allt 100% nema niður í kveikju frá háspenu kefli
þá var allt daut svo það er eitthvað í kveikjuni sem er að bögga lettan minn og rafmagn niður í bensin dælu hvað skal gera næst á þessu stigi mála?? :wink: kv 'Arni

Sæll,Ertu ekki að skilja það að Alternatorinn í trucnum er bilaður eða handónýtur :?:

Benzín dælan fer ekki í gang ef Alternatorinn er bilaður eða handónýtur hveikjukerfið virkar ekki heldur :!:
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on April 30, 2010, 13:19:29
ó vissi það ekki takk kærlega fyrir þetta en ein spurning um daginn þegar hann var í lagi þá hætti alterneitorin að hlaða
og ég reif hann úr og ættlaði að setja annan í sem ég átti til en hann passaði siðan ekki þannig ég skellti gamla aftur í en teingdi ekki leiðslurnar en samt fór helvitið í gáng :?:
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: KiddiJeep on April 30, 2010, 16:36:01
Já ég skil ekki alveg þetta með að alternatorinn sé að koma í veg fyrir það að bíllinn fari í gang.....
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: -Siggi- on April 30, 2010, 18:19:56
Nei alternatorinn kemur þessu ekkert við.
Hann getur að vísu verið bilaður en það kemur þá í ljós eftir að hann fer í gang.

Bensíndælan á ekki að fá svissstraum.

Það er mjög líklega ónýtur kveikju heili hjá þér.
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on May 01, 2010, 02:06:51
þá kemur stóra spurninginn hvar skyldi þessu kveikju heili vera stað settur?
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Belair on May 01, 2010, 08:54:45
halló halló
 þetta er1993 er ekki gamli 1gen 350 TBI í honum


(http://photos2.ebizautos.com/used-1993-chevrolet-suburban-1500-3819-1390023-1-640.jpg)

getur þetta ekki bara verið  það að þjófavörn í hinum sem valdi þessu  :?: taka heila fyrir hana  úr sambandi og start
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on May 01, 2010, 12:35:07
halló halló
 þetta er1993 er ekki gamli 1gen 350 TBI í honum


(http://photos2.ebizautos.com/used-1993-chevrolet-suburban-1500-3819-1390023-1-640.jpg)

getur þetta ekki bara verið  það að þjófavörn í hinum sem valdi þessu  :?: taka heila fyrir hana  úr sambandi og start
það er spurning en hef ekki verið var við neina þjófavörn í honum
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Ramcharger on May 01, 2010, 18:03:37
Skiftu um kveikju.
Málið dautt.
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: ADLER on May 01, 2010, 19:46:11
Er swisslykillinn með flögu eða svona contakt kubb
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: -Siggi- on May 01, 2010, 20:49:55
Kveikju heilinn er í kveikjunni, svarta stykkið.

(http://memimage.cardomain.com/ride_images/3/2958/621/32392810008_large.jpg)
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on May 02, 2010, 14:54:52
það er einginn kubbur á lykklinum og ættlað skoða þetta með kveikju heilan
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on May 04, 2010, 01:30:03
ÉG VILL ÞAKKA ALLA HJÁLP SEM MER HEFUR BORIST Í GEGNUM SPJALLIÐ HERNA ÉG FEKK KVEIKJUHEILA Í HANN OG HANN RAUK Í GÁNG Í FYRSTA ÞANNIG NUNA ER HANN KOMINN Á RÓLIÐ OG MIG VANTAR ÞÁ BARA ALTERNEITOR OG ÞÁ ER HANN GÖTUHÆFUR ÞAKKA KÆRLEGA FYRIR MIG =D> =D> =D> =D> =D> :D :D :mrgreen: \:D/
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: Ramcharger on May 04, 2010, 06:37:32
Til lukku með það, kannast við svona svekkelsi :evil:
En eins og ég sagði þá benti allt á kveikjuna :wink:
Title: Re: chevrolet suburban fer ekki í gang
Post by: dodge74 on May 04, 2010, 22:50:54
mikið rett og þakka kærlega fyrir