Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: kiddi63 on April 16, 2010, 15:25:33
-
#-o
Ég var nú bara að spá, EF svo færi að það yrði eitthvað öskufall hér,
hvernig er best að græja bílinn hjá sér til að koma í veg fyrir vandræði vegna ösku??
Mér skilst að þetta stífli loftsíur, það er þá kannski spurning að taka barka inn í bíl og fá loft þar..eins og jeppamenn hafa víst gert.
Það er nú allt í lagi að spá í þetta, betra fyrr en seinna.
(Hinn möguleikinn,: að hætta að keyra kemur ekki til greina)
-
ef það verður mikið öskufall er náttúrulega best að setja engar vélar í gang.
annars er helst að birgja loftinntök eitthvað..........k&n síur og þessháttar opnar síur eru ekki hentugar.
askan stíflar ekki bara loftsíur, kornin eru svo fín að það sleppur alltaf eitthvað í gegn og mér skilst að þau séu líka frekar hörð svo þau eru ekki heppileg ofaní cylindra
-
heyrði fyrr í dag að best að setja öll faratæki og skepnur inn til að hlífa þeim.
svo er bara að fara í að þétta aðstöðurnar og reyna forðast að vera lítið á ferðinni og fara eina stóra kaupstaðaferð ef það skyldi verða óbærilegt utan dyra í nokkra daga.
orginal síu box gæti gert ýmislegt og kannski eitthvað til að hlífa vatnskassanum að utan verðu og nóg af rúðupissi og vökvum á vélinni + rúðuþurrkur í lagi.
annars ef þetta er ekki merkilegur bíl þá gætiru kannski reynt að fá súrefni inn gegnum t.d. eitthvað gat í botninum og setja tusku eða eitthvað sem rétt hleypir í gegnum sig á slöngunni ef þú velur þannig.
annars ef ég væri þarna á ferð þá væri ég ekki mikið á ferðinni og væri ekki að nota neitt merkilegt faratæki að óþörfu.
-
annars ef þetta er ekki merkilegur bíl þá gætiru kannski reynt að fá súrefni inn gegnum t.d. eitthvað gat í botninum og setja tusku eða eitthvað sem rétt hleypir í gegnum sig á slöngunni ef þú velur þannig.
Mér er nú alveg slétt sama um útlitið á bílnum sem ég er að nota svona daglega, aðal málið er að geta notað þetta í það allra nauðsynlegasta.
Svo er nú annað mál að ég er atvinnubílstjóri, það er óljóst hvað hægt yrði að vinna mikið í miklu öskufalli.