Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: GonZi on April 07, 2010, 15:36:23

Title: Sandblástur á felgum
Post by: GonZi on April 07, 2010, 15:36:23
 Sælir/ar.
 
 Ég er með álfelgur sem eru orðnar nokkuð tærðar og er að velta fyrir mér hver besta leiðin til að fríska uppá þær sé?

Var að pæla að láta sandblása og mála þær svo...

 Hver er ykkar reynsla af þessu?
Title: Re: Sandblástur á felgum
Post by: Moli on April 07, 2010, 17:48:01
Ég myndi fara varlega með sandinn á þær, ef þær eru ekki mikið ryðgaðar myndi ég láta glerblása þær, sandurinn skilur eftir svo gróft yfirborð að það verður ekki skemmtilegt að vinna þær niður undir sprautun. Glerið skilur eftir mun fínna yfirborð, eftir það er nóg að fara með P180-P280 pappír á þær, góðan stálgrunn, og 2-3 umferðir af fylligrunn og þá ættu þær að verða fínar undir lakk.
Title: Re: Sandblástur á felgum
Post by: Bilabjossi on April 07, 2010, 18:55:01
siggi hja bilasetrinu er með gler blastur