Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Pétur Snær on April 01, 2010, 13:49:20

Title: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: Pétur Snær on April 01, 2010, 13:49:20
Góðan dag.

Ekki vill svo til að einhver viti um 1978 - 1984 Honcho hérna á klakanum? Þarf að vita hvort það sé til svona bíll hérna :)

Mynd af svona bíl ----- http://www.jeeperos.com/foros/attachment.php?attachmentid=124899&stc=1&d=1228252270

Kv, Pétur Snær Jónsson
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: Adam on April 01, 2010, 17:37:09
ohh sjit hvað þetta eru æðisleg eintök af bifreiðum
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: Grill on April 01, 2010, 19:56:14
ég á einn
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: Pétur Snær on April 01, 2010, 20:45:28
Jahá. Þannig að þeir leynast þá hérna á klakanum blessaðir.

Áttu bíl í ágætis standi? Hvað árgerð er hann og er 360 í honum?

Kv, Pétur.
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: Grill on April 01, 2010, 21:03:17
nja honum er bjargandi - hefurðu áhuga?
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: Heiðar Broddason on April 01, 2010, 22:03:12
það eru 2 Hérna á Egilsstöðum og nágrenni, Rögnvaldur Ragnarsson torfærukappi með meiru á einn svo man ég ekki hvað hinn heitir í augnblikinu

kv Heiðar Brodda
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: GTA on April 02, 2010, 15:56:47
Pabbi félaga míns á einn :

(http://sphotos.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v1925/50/93/587113900/n587113900_1200693_8502.jpg)
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: sporti on April 02, 2010, 20:22:38
Það var einn á Akranesi 1990 og eitthvað, upphækkaður og með stýrið öfugumeginn,  ég keirði hann aðeins, frekar spes :D
Title: Re: Jeep Honcho ( J10 )
Post by: bluetrash on April 02, 2010, 20:27:46
Hehehe þetta hefur alltaf verið draumapikkupinn minn, síðan ég horfði á Twister hér um árið. Datt bara ekki í hug að þetta væri til hér á landi.