Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: bluetrash on March 22, 2010, 14:13:10

Title: Hmm, flytja bíla út.
Post by: bluetrash on March 22, 2010, 14:13:10
 :-k

Er að velta fyrir mér Þar sem ég er að hugsa að flytja til Noregs. Ekkert ákveðið ennþá, byrja á að fara og sjá hvernig mér íkar áður en það verður endanlega ákveðið.

En það sem ég er að pæla. Veit einhver hver hugsanlegur kostnaður er að flytja bíl út og hverjar reglurnar í kringum það er og svo framvegis.
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: AlexanderH on March 22, 2010, 15:03:26
Að taka hann út með Norrænu og keyra frá DK er lang ódýrasti kosturinn.
Mig minnir að það sé 1 ár sem þú megir keyra bílinn á íslenskum númerum en annars er hér http://www.toll.no/templates_tad/registrationtax.aspx?id=79
reiknivél um kostnað á að skrá ökutæki í Noregi
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: Dodge on March 24, 2010, 14:51:42
Eru þeir ekki stirðir dauðans þegar kemur að breyttum bílum, t.d. ef bíllinn er ekki með orginal vélarstærð
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: thunder on March 24, 2010, 21:05:58
það er ekkert mal að fara með bill ut eg for a pajero 38" breittum til noregs 2004
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: Heiðar Broddason on March 25, 2010, 02:15:49
Ef bíllinn er brettur eins og til dæmis jeppi,þá verður hann að vera skráður á 38'' skilst mér veit ekki hvernig þetta er með breytta fólksbíla,
var reyndar búinn að heyra eitthvað um að 'orginal' vélin þyrti að vera í, enn eins og ég segi hef bara heyrt en ekki séð á blaði

kv Heiðar Brodda
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: Moli on March 25, 2010, 02:26:39
Það er eitt að fara með bíla út til Noregs og aka þeim þar, en að fara með þá og fá þá skráða er annar handleggur. Sú vélarstærð/tegund (bensín eða dísil) sem var í bílnum þegar hann var framleiddur þarf að vera til staðar í honum þegar hann kemur inn í landið. Skiptir þá engu hvort að original vélinni hafi verið skipt út fyrir aðra sömu stærðar eða ekki. Tollar í Noregi eru mjög háir og eru notaðir bílar þar líka töluvert dýrari þar en hérlendis.
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: bluetrash on March 25, 2010, 03:17:59
Þakka góð svör.

Er nefnilega að pæla ef maður flytur endanlega þangað, að taka báða Camaro-anna mína með. Þetta er reyndar ennþá bara stórt ef.
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: jeepson on March 26, 2010, 01:11:49
Ég bjó þarna í nokkur ár. og get sagt þér að varahlutir eru dýrari en hér og bílar líka. En launin úti eru auðvitað mun hærri. En mér skylst á vinum okkar frá Noregi að það sé nú bara orðið ansi dýrt að búa þarna úti. En ég er mikið að pæla í að fara út aftur þar sem að lessan og steinglæpur er uað reyna alt til að drepa landið og atvinnulífið hérna á skerinu. En hert til Noregs ertu að pæla í að fara?
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: bluetrash on March 26, 2010, 02:50:21
Ég er að pæla að fara til Tromsø.

Fer reyndar allt eftir hvort ég fái þessa vinnu þar. Smá klíkuskapur í gangi samt. Frændi minn er að vinna á verkstæði þar og spurði hvort mig langaði út og alveg eins gott að prófa  eitthvað nýtt eins og að hanga hér. Efast um að hlutirnir verði verri miðað við hverjir stjórna hérna núna. Þetta lið hefur ekki hugmynd hvert það snýr  :roll:
Title: Re: Hmm, flytja bíla út.
Post by: jeepson on March 26, 2010, 17:53:47
Ég er að pæla að fara til Tromsø.

Fer reyndar allt eftir hvort ég fái þessa vinnu þar. Smá klíkuskapur í gangi samt. Frændi minn er að vinna á verkstæði þar og spurði hvort mig langaði út og alveg eins gott að prófa  eitthvað nýtt eins og að hanga hér. Efast um að hlutirnir verði verri miðað við hverjir stjórna hérna núna. Þetta lið hefur ekki hugmynd hvert það snýr  :roll:

Haha nei þetta lið veit ekki neitt í sinn haus. Mér lýst vel á Trmsö. þó svo að ég hefi ekki búið þar. En ég bjó í kringum Stavanger Eða svona um klukku tíma þar frá.