Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: SPRSNK on March 15, 2010, 23:22:52
-
Jæja, nú eru við farnir að sjá hverjir ætla að mæta á brautina í sumar sbr. nýlegan þráð.
Hvað er búið að gerast í skúrunum í vetur og hvað ætla menn að ljúka við fyrir sumarið?
-
Klára að stilla vél og ganga frá nokkrum lausum endum i húddinu.
Setti Hydrabooster bremsubúster í stað gömlu vacuum dósarinnar.
Er að smíða Caltrak style búkka undir hann núna.
og einhvað að pústupphengjum og einhvað smátterí
-
Sæll Ingimundur
Hvað ert þú búinn að gera og hvað áttu eftir að gera??
Engar myndir???
kv Bæzi
-
mótorinn slitinn uppúr og rifin í frumeindir
skipti um legur og pakkningar, lagaði brotna olíupikkuppið, rétti pönnuna eftir gott höggs...
á eftir að setja hedd á blokkina, skipta út rokkerunum fyrir rúllurokkera, setja hærra drif í drusluna og út að keyra
-
Skipta um drifhlutfall og setja nítró kerfi í.
-
Sæll Ingimundur
Hvað ert þú búinn að gera og hvað áttu eftir að gera??
Engar myndir???
kv Bæzi
Frá því að ég kom fyrst upp á braut í ágúst 2008 hef ég verið að spá í hvernig ég get breytt bílnum fyrir brautina án þess að missa akstureiginleikana á götunum líka!
Sl. vor keypti ég nýjar felgur og setti á þau MT ET Street II og í beinu framhaldi þá fór original kúplingin enda viðurkenndur gallagripur. Í staðinn setti ég MCLeod RXT kúplingu og svinghjól.
Nú síðar um sumarið þá bætti ég við: tjúnni frá Jon Lund Racing; JLT loftinntaki; Magnaflow pústkerfi; Kooks flækjum með hvarfakútalausri X-pípu; Dynatech drifskafti með vörn; Pro 5.0 skipti, Steeda efri spyrnu og BMR Billett neðri spyrnu að aftan og SLP Line lock.
Ég hef ekki getað látið mæla aflið en skv. sambærilegum prófunum í US þá er áætlað að bíllin sé 550-570 RWHP
Endaði sumarið á 11,58 sek.
Fyrir sumarið þá bæti ég við: Revan Racing kæli f. SC, nýtt Throttle body f. SC og IW 10% Overdrive Balancer á sveifarásinn. Og til að skila þessu niður í götu þá bæti ég við Bogart 15" felgum að aftan með MT Drag slikkum og 17" skinnies felgum að framan.
Þá geri ég ráð fyrir því að fara að huga að 5 punkta búri í bílinn auk þess að tengja nokkra nýja mæla.
Áætlað afl verður 630-660 RWHP
SVO VEIT ÉG EKKI Í HVAÐA FLOKK BÍLLINN LENDIR SVONA?
Engar myndir enn ....
-
Í staðinn fyrir að reyna að klára Cobruna þá verslaði ég mér Corvettu svo núna þarf ég bara að hressa Corvettuna og klára Cobruna :)
-
minn er nú bara enþá bilaður :S
-
Allt að gerast í skúrnum þessa helgina :D
-
Er í skúrnum um helgina:
Skipti út balancer á sveifarás fyrir nýjan sem er 5 kg. léttari og 10% stærri að ummáli- reif allt frá í gær en þarf betri verkfæri til að losa boltann en það bíður til sunnudags! Er búinn að skipta um kerti og setja nýtt Throttle boby á SC til að auka loftflæði.
Nýtt tjúnn frá Jon Lund bíður innlestrar - vonandi verður gangsett á morgun!
-
verður gaman að sjá hvaða tíma þú nærð í sumar =D>
-
Flottur Ingimundur, Það er best að losta boltan á Pulleyinu með loft byssu. Eg held það sé erfitt að gera þetta öðruvísi. Eg á litla pressu í skúrnum ef þig vantar. Eins og ég hef sagt þá fer bara álskaft i Sterling og ekkert meir.
-
Takk fyrir, ég fæ loftpressu og lykil í fyrramálið til að losa ....
Vonandi verður þurrt á morgun til að prófa!
-
Fyrsta pöntun fyrir Corvette var gerð áðan :) á leiðinni er stærra throttle body,cold air intake,kerti,kertaþræðir,Maf skynjari og þéttikantar
-
Það er búið að versla nýjar Hooker Comp 3" flækjur og svo minnkun niður í 2,5" ryðfrítt Race Pro pústkerfi með x-pipe frá Pypes Exhaust
Ný dekk og nýjar felgur á leiðinni og svo verið að laga restina af ryðinu í sílsum, hurðum og hvalbak.
Svo verður vélin rifin uppúr og tekin í gegn, tékkað á öllum legum, pakkningum og slíku.
Svo þar sem það lýtur allt út fyrir að ég verði allt sumarið í Noregi þá verður hann sprautaður fyrir sumarið 2011 og mætir þá ferskur til keppnis
-
Takk fyrir, ég fæ loftpressu og lykil í fyrramálið til að losa ....
Vonandi verður þurrt á morgun til að prófa!
dugnaður í þér...... =D>
kv Bæzi
-
Já, þegar maður byrjar.
Pulley kominn af - með góðri hjálp frá félögum. Fékk loftlykil og loftpressu lánaða til að losa boltann og puller til að draga af .... hefði ekki verið hægt án þess.
Takk fyrir Hilmar og Hjörtur!
Set balancer á í kvöld og raða saman ...