Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: hjalti_gto on March 14, 2010, 21:18:03
-
Ég er með fornbíl sem ég kaupi og þá er fyrrverandi eigandi búin að sjóða í honum afturdrifið. Svo þegar ég fer með hann í skoðun þá lenda þeir í erfiðleikum með að bremsutesta hann vegna þessa. Hvað get ég gert í stöðuni ? Er eina sem ég get gert að skipta þessu út fyrir opið drif eða er eitthver leið til að komast frammhjá þessu?
Svö önnur spurning , Eru sílsapúst ólögleg á 79model af bíl , semsagt fæ ég ekki skoðun útá pústið hægramegin sem snýr að gangstéttini , hafði heyrt sögusagnir um það. Hversu rétt er þetta.
Eitthver sem veit svör við þessu
-
Já þú segir nokk, ég fór með Ramcharger (það eru reyndar 25 ár síðan) í skoðun
og hann var með púst stútana fyrir framan afturdekkin og rafspin :mrgreen:
Fékk fulla skoðun.
-
Eftir því sem ég best veit á þetta að standast skoðun.
-
En það var líka magnað með þetta því það hafði lekið smá olía af drifinu
út um aðra pakkdósina og fór í bremsurnar þannig að þegar maður
ætlaði að bremsa þá læsti hann afturhjólunum.
Það líka ætluðu stundum augun út úr fólki þegar maður gat
tekið handbremsubeygju á 2,5 tonna klump á Mudderum :mrgreen: