Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: einarak on March 11, 2010, 15:34:36

Title: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: einarak on March 11, 2010, 15:34:36
Ef bensínþrýstingurinn er 45psi með dautt á vélinni en dæluna í gangi, er þá eðlilegt að hann falli alveg niður í 30 psi þegar vélin er í gangi? Þetta er 95 Ford. 4.6 lítra.
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: baldur on March 11, 2010, 16:06:29
Já það er eðlilegt. Bensínþrýstingurinn á að fylgja þrýstingi í soggrein. Ef þú tekur vakúmslönguna af regulatornum ætti þrýstingurinn að fara í 45psi þegar vélin er í gangi.
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 13, 2010, 11:20:01
Ætla að stelast inn í þennan þráð þar sem hann er um bensín þrýsting ef ég má.

Ég er að lenda í því hjá mér að bensín þrýstingur er of lítill er ekki nema 23 psi þegar ég svissa á bílinn og breytist ekkert þegar ég starta. Mér er sagt að þegar svissað er á bílinn eigi þrýstingurinn að vera um 38 psi. Ég er með öfluga bensíndælu. Var að spá hvort hún sé að fá nógu mikið rafmagn eða bara biluð. Allar upplýsingar vel þegnar.
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: baldur on March 13, 2010, 12:11:51
Líklega of lág spenna að dælunni.
Annar möguleiki er að bensín regulatorinn sé bilaður eða eitthvað vitlaust tengt.
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: Siggi Helgi on March 14, 2010, 12:50:37
Ég ætla líka að fá að stelast inn á þennan þráð.

Málið er að ég get ekki notað bensíndæluna sem fer í blokkina á 383 blöndungsvél sem ég er að setja ofan í corvettuna hjá mér því hún kemst ekki fyrir (það var í honum 350 cross-fire), en það er bensíndæla í bensíntanknum sem dælir 18psi samkv servisbók sem ég ætla að reyna að nota. Blöndungurinn er Holley 750 cfm,er ekki eðlilegur þrýstingur fyrir blöndung ca 6psi. Þarf ég ekki að fá mér regilator sem er stillanlegu undir 6psi og yfir 18psi.

kv Siggi
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: baldur on March 14, 2010, 16:30:21
Jú en spurningin er hvort að dælan í tanknum er sjálfreglandi í 18psi eða hvort þú þarft að nota return regulator sem skilar öllu umfram bensíni til baka í tankinn.
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: einarak on March 14, 2010, 19:05:07
Já það er eðlilegt. Bensínþrýstingurinn á að fylgja þrýstingi í soggrein. Ef þú tekur vakúmslönguna af regulatornum ætti þrýstingurinn að fara í 45psi þegar vélin er í gangi.

Takk, þetta passaði, ef vacumið er tekið af þá fór þrýstungur upp í 45 aftur
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 15, 2010, 18:24:16
Ætla að stelast inn í þennan þráð þar sem hann er um bensín þrýsting ef ég má.

Ég er að lenda í því hjá mér að bensín þrýstingur er of lítill er ekki nema 23 psi þegar ég svissa á bílinn og breytist ekkert þegar ég starta. Mér er sagt að þegar svissað er á bílinn eigi þrýstingurinn að vera um 38 psi. Ég er með öfluga bensíndælu. Var að spá hvort hún sé að fá nógu mikið rafmagn eða bara biluð. Allar upplýsingar vel þegnar.
Líklega of lág spenna að dælunni.
Annar möguleiki er að bensín regulatorinn sé bilaður eða eitthvað vitlaust tengt.

Ég er búinn að fara yfir allt rafmagn, tengingar og prufa að beinteingja bensíndælu.
Þrýstingur fer aldrei ofar en 24 psi og dettur niður í 8 psi þegar ég sný lyklinum til baka.
Prufaði að hafa opið fyrir bakflæðið en það kemur ekkert bensín til baka.
Bensíndælan er uppgefin fyrir allt að 500 hp.
Ég er ekki viss hvernig ég sé hvort regulatorinn sé bilaður en hann var allavega hreinn og snyrtilegur.
Ég er að spá hvort það gæti verið að bensíndælan sé kannski ekki gerð fyrir meiri þrýsting  :?:
Öll ráð vel þeginn.  :smt017
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: baldur on March 15, 2010, 23:11:53
Ertu viss um að mælirinn sé réttur?
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 16, 2010, 10:21:39
Já mælirinn er réttur. Fékk annan mæli lánadann til ad sannreyna mælinguna. Regulatorinn hleypir til baka vid 46 psi.
Title: Re: Bensínþrýstingur engine off / engine on
Post by: Siggi Helgi on March 16, 2010, 20:48:43
Jú en spurningin er hvort að dælan í tanknum er sjálfreglandi í 18psi eða hvort þú þarft að nota return regulator sem skilar öllu umfram bensíni til baka í tankinn.


Já okey, en get ég ekki gengið út frá því að dælan sé ekki sjálfregland ef það eru tvær bensínleiðslur frá tanki í vélarsal s.s fram og til baka?