Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: rockstone on February 09, 2010, 15:57:28

Title: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: rockstone on February 09, 2010, 15:57:28
Hver á þessa græju?

(http://farm5.static.flickr.com/4071/4343062651_6a7da980f0_b.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2755/4343064385_56d0c42516_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4014/4343801276_bbfe51d23d_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4047/4343067041_d89474b5fa_b.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2735/4343068527_4db3932c31_b.jpg)
(http://farm5.static.flickr.com/4052/4343069755_4209f07085_b.jpg)
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: arnarpuki on February 09, 2010, 16:07:47
Held að hann heiti Jói! og vinnur í Ökumælum ehf, sem er þarna við hliðana, hef líka heirt að það sé einhver svakalegur BBC í þessu.
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: rockstone on February 09, 2010, 16:19:05
er hann falur? hann er alveg að grotna niður þarna.
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: Einar K. Möller on February 09, 2010, 16:19:32
Eddi K átti og smíðaði þennan bíl og hann keppti reglulega uppá braut.

Stebbi Ásgeirs heitinn, kom svo bílnum á götuna og breytti eitthvað.

Það er 351cid Cleveland í honum, enginn BBC.

Ég veit ekki hver á hann í dag en Sigtryggur ætti að geta frætt menn um þetta tæki þar sem hann keppti nú honum sjálfur.

Þessi bíll varð þó til þess að reglum í GF var breytt, þannig að lækka mætti gólf, þar sem ekki komst körfustóll fyrir og höfuð ökumanns farið uppfyrir búrið.
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: einarak on February 09, 2010, 17:34:03
Andri í Bílaréttingum Þórs á þennan bíl, bílaréttingar Þórs eru þarna í næsta porti við þar sem myndin er tekin
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: Comet GT on February 09, 2010, 18:44:02
hehe flottur. Veit einhver hvaða tíma þetta á best á braut?
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: HK RACING2 on February 09, 2010, 23:54:12
Andri í Bílaréttingum Þórs á þennan bíl, bílaréttingar Þórs eru þarna í næsta porti við þar sem myndin er tekin
Sonur Stebba Ásgeirs átti þennan bíl lengi,vissi ekki að Andri hefði keypt hann,held að hann sé að verða full dasaður af að standa greyið...
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: Dragster 350 on February 28, 2010, 22:22:49
Lúinn er hún að sjá, þennan vagn eignaðist ég haustið 94 og notaði hann daglega til vorsins 95
þá sannfærði Pústmann mig að það væri lítið mál að skella 351 í húddið og bolta aftan á hana C4
sem ég gerði skiptínginn passaði ekki í fyrstu tilraun tók þá pústi slaghamar í hönd eftir nokkur högg smell passaði C4 undir miðju stokkin, 9'' rör eilítið breitt og massað til með heimasmíðuðum löddum var síðan vandlega komið fyrir undir vagninum með 29'' slikkum man ekki breiddina , síðan setti ég veltibúr og körfustóla í litla skinnið , Nos væddi Clevelandinn og smelti Trygg undir styri tókum við félagarnir þátt í útbúnum götu bíla flokki 96 besti tími sem náðist var 11,67 man ekki enda hraðan,
á til mindir af smíðinni og líka mindir sem teknar voru á brautinni og í sandi. 8-)
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: Sigtryggur on March 01, 2010, 23:32:58
Þessi bíll var óhemju ljúfur á brautinni,fór beint og trakkaði vel.Ég segi eins og Eddi,man ekki hraðann,en 108 mph koma samt upp í hugann ??
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: kiddi63 on March 12, 2010, 07:17:00
Þessi var nú einu sinni í Keflavík, þetta er örugglega 70´s eitthvað.
(http://photos-d.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc3/hs388.snc3/23671_1228474073313_1272905060_30557735_5018682_n.jpg)
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: Ramcharger on March 12, 2010, 07:26:32
Þessi var nú einu sinni í Keflavík, þetta er örugglega 70´s eitthvað.
(http://photos-d.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc3/hs388.snc3/23671_1228474073313_1272905060_30557735_5018682_n.jpg)

Þessi er eins og Celican sem ég átti fyrir 25 árum síðan.
Mín var reyndar sprautuð "Tekila sunrise" 8-)
Title: Re: Hver á þessa 80's celicu?
Post by: ljotikall on March 12, 2010, 14:14:05
þessi 70's celica er an efa með flottari celicum sem eg hef seð.. eru til fleirri myndir og jafnvel sma sögur/info?
gaui