Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Siggi Helgi on January 28, 2010, 12:53:27

Title: Upptektar-sett í 700r4 skiptingu
Post by: Siggi Helgi on January 28, 2010, 12:53:27
Sælir. Mér vantar ráðleggingar varðandi upptektar-sett í sjálfskiptinguna hjá mér þetta er 700R4 nr á henni er 4Y9197N 84árg úr Corvettu
Málið er að ég er ekki alveg klár á því hvaða upptektarsett hentar mér best og hvar sé best að kaupa það.
Ég þarf alla diskana-síu-allar þéttingar og aftari fóðringu fyrir bakkgírskúpplingu.
Svo er annað, skiptingin fer aftan á 383-stroker 400hö í ca 5600.rpm og um 420-440 fet pund í torki í ca 3500.rpm og stall converter 2500rpm
Er hún nógu sterk fyrir þann mótor?

kv Siggi
Title: Re: Upptektar-sett í 700r4 skiptingu
Post by: Nonni on January 28, 2010, 19:08:30
Ég er með TH700R4 (Raptor) sem er gerð fyrir 650 hp/650 ft.lb þannig að það er hægt að gera 700 sterka.  Það er hinsvegar búið að skipta um ansi mikið í þeirri skiptingu til að ná fram þeim styrkleika (gerð af fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessu í Bandaríkjunum).  Almennt er samt sagt að TH700R4 í orginal formi geti þolað 300-350 hp þannig að það er ekki víst að hún lifi lengi við þennan mótor.  Ég myndi setja góðan kæli og mæli með til að hjálpa greyinu eitthvað.

TH700R4 yngri en 1987 (ef ég man rétt) eru veikari en þær sem síðar komu.  Kíktu á hvað þú getur fengið skiptingu að utan á áður en þú ferð að leggja í mikinn pening hér heima (kannski ekki hagkvæmt í dag, sakar ekki að skoða).
Title: Re: Upptektar-sett í 700r4 skiptingu
Post by: Siggi Helgi on January 28, 2010, 21:50:07
Ég er með TH700R4 (Raptor) sem er gerð fyrir 650 hp/650 ft.lb þannig að það er hægt að gera 700 sterka.  Það er hinsvegar búið að skipta um ansi mikið í þeirri skiptingu til að ná fram þeim styrkleika (gerð af fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessu í Bandaríkjunum).  Almennt er samt sagt að TH700R4 í orginal formi geti þolað 300-350 hp þannig að það er ekki víst að hún lifi lengi við þennan mótor.  Ég myndi setja góðan kæli og mæli með til að hjálpa greyinu eitthvað.

TH700R4 yngri en 1987 (ef ég man rétt) eru veikari en þær sem síðar komu.  Kíktu á hvað þú getur fengið skiptingu að utan á áður en þú ferð að leggja í mikinn pening hér heima (kannski ekki hagkvæmt í dag, sakar ekki að skoða).


Sæll Nonni, þakka þér fyrir þennan pistil.

En er ekki hægt að kaupa upptektarsett sem gerir skiptinguna sterkari t.d eins og þetta  http://www.summitracing.com/parts/TCI-378900/