Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: maggifinn on January 19, 2010, 21:27:19

Title: Til hamingju KK
Post by: maggifinn on January 19, 2010, 21:27:19
Enginn virðist ýmist vita af því eða nenna að segja frá því hér en það er allt klárt fyrir malbik fyrir utan klúbbhúsið okkar ásamt rennu uppá brautina.

 Ekkert ætti því að vera til fyrirstöðu að kjúklingaflokkurinn fyllist og sálfræðingurinn hafi nóg að gera í sumar við að slá út æsta keppendur.

 
Title: Re: Til hamingju KK
Post by: Racer on January 19, 2010, 21:53:38
hehe héld að málið sé að það séu frekar forn endurnar sem komast ekki , Kjúklingarnir hafa alltaf komist þessar torfærur.

annars eru þeir búnir að malbika eða er þetta enn í undirlagið tilbúið?

þeir sem mæta á fimmtudagsfundi vita af svona hlutum ;)
Title: Re: Til hamingju KK
Post by: Kiddi on January 19, 2010, 22:08:25
Menn eiga að mæta á fundi  :wink:
Title: Re: Til hamingju KK
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 20, 2010, 11:42:50
Þetta var klárt fyrir malbik í desember en vegna frosts og bleytu var þessu slegið á frest þangað til hægt væri að malbika. Ég vill bara minna forvitna félagsmenn á félagsfundina á fimmtudagskvöldum kl 20

Vegurinn upp á braut var líka færður aðeins aftar en verið hefur.
Title: Re: Til hamingju KK
Post by: maggifinn on January 20, 2010, 20:01:09
ég er búinn að vita af þessu síðan í desember, ég er bara að furða mig á að menn skuli ekki fagna og stæra sig af svona áföngum.

 ég mæti reglulega á kvartmílufundi, bara sjaldnast hjá klúbbnum :mrgreen:
Title: Re: Til hamingju KK
Post by: 1965 Chevy II on January 20, 2010, 20:12:45
Við héldum upp á þetta á síðasta fundi,grilluðum borgara og skoluðum niður með bjór/gosi.
Title: Re: Til hamingju KK
Post by: Hera on January 22, 2010, 17:14:19
Frábært til hamingju!!!!!

PS sumir einfaldlega komast ekki á fundi vegna þess að þeir búa langt í burtu,eru að vinna á kvöldin eða eru í skóla (eins og ég) eða eithvað annað.... upplýsingum um framkvæmdir, áfangsigrum, gagn og gaman má alveg henda inn á spjallið

En til hamingju en og aftur og vonum að veðrið verði gott til framkvæmda sem allra fyrst   :wink: