Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: stebbsi on January 11, 2010, 16:38:08

Title: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: stebbsi on January 11, 2010, 16:38:08
Hef séð helling af svona swap pökkum til að skipta úr skálum í diska að framan í mustang hjá mér en er að spá hvort það þurfi líka að skipta um master cylinder?
Mér var sagt að það þyrfti öflugri master cylinder í þetta, er eitthvað til í þessu eða?
Title: Re: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: Gilson on January 12, 2010, 02:20:21
já þú þarft öflugri höfuðdælu ef að þú vilt að þetta bremsi eitthvað.
Title: Re: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: Ramcharger on January 12, 2010, 11:55:28
Höfuðdælu fyrir diskabremsur og einnig þarf að skifta um deilirinn.
Title: Re: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: astijons on January 28, 2010, 13:10:00
smá meira ...
geti þið vísað mér á svona complet pakka til að skipta út skálabremsum á d44 í diskabremsur??
(þetta er í jeppa samt)
Title: Re: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: KiddiJeep on January 28, 2010, 16:43:44
Finndu bara sambærilega hásingu með diskum og færðu dótið yfir á þína, liðhúsin ganga á milli á flestum 44 framhásingum og líka af 10 bolta GM.
Title: Re: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: stebbsi on January 30, 2010, 12:12:07
það er ekki hásing að framan á mustang sko, eða er ég eitthvað að misskilja þessar samræður?  :lol:
Title: Re: Skipta úr skálabremsum í diska..
Post by: KiddiJeep on February 01, 2010, 23:35:48
Þegar ég segi að þetta gangi á milli 44 hásinga þá er ég væntanlega að svara manninum sem spurði um bremsur á D44 hásingu :smt023