Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: bæzi on January 11, 2010, 15:39:38
-
sælir
ég óska eftir ábendingum um góðan vandvirkan pústviðgerðarmann með lyftu sem er góður í suðum.
með hverjum mæliði?
kv Bæzi
s8982832
baering@hofdabilar.is
-
Sæll
Einstaklingar eða fyrirtæki ?
BJB smíðaði nýlega 2falt 3 tommu kerfi fyrir okkur og það var þrusuflott hjá þeim
kv.kiddi
-
Ef þú ferð á BJB spyrðu og gulltryggðu verðið fyrst.
-
Ég myndi athuga hvort þú fáir Kidda Rúdólfss. til að græja þetta fyrir þig.
-
Sæll
Einstaklingar eða fyrirtæki ?
BJB smíðaði nýlega 2falt 3 tommu kerfi fyrir okkur og það var þrusuflott hjá þeim
kv.kiddi
Hvað kostaði það mörg hundruð þúsund?
-
Sæll
Einstaklingar eða fyrirtæki ?
BJB smíðaði nýlega 2falt 3 tommu kerfi fyrir okkur og það var þrusuflott hjá þeim
kv.kiddi
Hvað kostaði það mörg hundruð þúsund?
60.þus
-
Þeir (BJB) ætluðu að taka 130.000.- fyrir að smíða í 3gen Trans Am sem ég er með..... frá hvalbak og alveg aftur með aftermarket kút.
Ekki alveg í lagi, ódýrar að panta heilt kerfi með Flowmaster kút og taka það í gegnum Jeppasmiðjuna heim.
-
þetta fer náttúrulega eftir því hverju þú ert að leitast eftir..
Ryðfrítt ?, Galvað pústefni ?, TIG ?, MIG ?, Pressubeygt ? eða flott beygjurör, snýst þetta um performance eða snýst þetta um að þagga niður í druslunni ?
margir möguleikar í þessu.
-
þetta fer náttúrulega eftir því hverju þú ert að leitast eftir..
Ryðfrítt ?, Galvað pústefni ?, TIG ?, MIG ?, Pressubeygt ? eða flott beygjurör, snýst þetta um performance eða snýst þetta um að þagga niður í druslunni ?
margir möguleikar í þessu.
snýst um performance.. high flow....
ermeð dual kerfi alla leið
fremst í kerfinu sem ég er með var skipt úr cats og sett 3" búta, nema hvað mér finnst vera allof mikið af suðu gúlp inní rörinu vill fá þetta eins slétt og hægt er.
semsagt skipta um þessa 2x rörbúta og svo þarf ég að láta stækka hluta af kerfinu hjá mér úr 2,5" í 3" og bæta inní það ryðfrítt rafmagns dual 3" cutouts sem ég á og það þarf að vera vel gert.
nánast beint en smá beygja á einum stað, vil hafa það svona suðu beygju, ekki beygja í beygju vél.
sem sagt kannski ekki mikið verk en vil fá þetta almennillega gert
kv bæzi
-
Endaði með að fara til Piero í BJB og hann mælti með Sigga í BJB sem er "eðal náungi" mjög góður í því sem hann gerir.
Ég er allavegana mjög ánægður með árangurinn
(http://www.nino.is/myndir/1/0/mynd_c5393beb.jpg?rand=893079531)
svo er bara takki inn í bíl til að opna og loka. \:D/
kv bæzi
-
Siggi er topp náungi,hann er búinn að vinna þarna í óratíma.
-
Ég er nýlega búinn að láta smíða 2,5" dualkerfi undir chevelluna mína og ég leitaði eftir tilboðum á 3 stöðum!
BJB gerðu mér tilboð uppá 97þ EKKI undir komið!
KVIKK þjónustan bauð 70Þ í verkið undir komið.
Fjöðrin pústverkstæði sérsmíðaði kerfið fyrir 40Þ =D> \:D/
http://ja.is/hradleit/?q=fj%C3%B6%C3%B0rin%20p%C3%BAstverkst%C3%A6%C3%B0i
(http://img200.imageshack.us/img200/3453/1004094x.jpg)
Kv. Arnar Helgi
-
Þetta er rosalegur verðmunur :shock:
-
Þetta er rosalegur verðmunur :shock:
ég var svo sem ekki að leita að þeim "ódýrasta" í þetta skipti heldur að fá hæfan mann sem ég treysti í þetta og ég fékk það..... (tel ég)
auðvitað er maður líka alltaf að hugsa um aurinn . :lol:
kv Bæzi
-
Þetta er rosalegur verðmunur :shock:
ég var svo sem ekki að leita að þeim "ódýrasta" í þetta skipti heldur að fá hæfan mann sem ég treysti í þetta og ég fékk það..... (tel ég)
auðvitað er maður líka alltaf að hugsa um aurinn . :lol:
kv Bæzi
Dýrara er ekki alltaf betra! og ég held að það séu mjög hæfir menn þarna í fjöðrini :-# en ef þú treistir BJB betur þá er það bara flott :D
-
Þetta er rosalegur verðmunur :shock:
ég var svo sem ekki að leita að þeim "ódýrasta" í þetta skipti heldur að fá hæfan mann sem ég treysti í þetta og ég fékk það..... (tel ég)
auðvitað er maður líka alltaf að hugsa um aurinn . :lol:
kv Bæzi
Dýrara er ekki alltaf betra! og ég held að það séu mjög hæfir menn þarna í fjöðrini :-# en ef þú treistir BJB betur þá er það bara flott :D
Sammála því algjörlega, dýrast er ekki alltaf best
gat líka samið um vöruskipti í BJB, þannig að hjálpaði líka til.
En , eflaust eru þeir góðir í fjöðrini. :) efast ekki um það
kv Bæzi
-
Sælir ágætu bílaáhugamenn,
Ég heiti Piero og er framkvæmdarstjóri BJB. Eftir lestur hér að ofan langar mig að upplýsa um nokkur atriði varðandi undangengna umræðu.
Í fyrsta lagi er það efnisval "hvað vara er notuð í smíðina" þá fyrst rörin. Við hjá BJB kaupum eingöngu rör sem sérstakaklega eru framleidd til notunar í smíði á pústkerfum og springa ekki við að vera beyð og eru úr málmblöndu sem sem hefur góða endingu og er gerð fyrir framleiðslu á þesskonar vöru..
Reynir kannski ekki svo mikið á það í ykkar bílum þar sem oft er um keppnisbíla að ræða sem ekki eru í daglegri notkun á götunni. Og endingin verðu þvi ekki úrslita atriði. Þetta skiptir aftur mjög miklu málið þegar verið er að smíða fyrir hinn almenna viðskiptavinn.
Rör okkar samkeppnis aðila veit ég að eru í sumum tilfellum frá Asíu. Og uppfylla allavega ekki þá staðla sem okkar rör gera.
Síðan eru það kútarnir, við erum með kúta sem heita Cheery Bomb og eru frá USA. Veit að okkar samkeppnisaðilarnir hafa verið að bjóða universal kúta frá Asíu sem eru allavega ódýrarari en þeir sem við bjóðum. En gæðin verða svo viðskiptavinnirnir að dæma sjálfir um hvort eru betri eða verri
Nú þá frágangi og vinnu, ef einhver er góður í smíði og frágangi á pústkerfum þá er það hann Siggi hér í BJB, með 30 ára reynslu í smíði pústkerfa. Um það verður ekki deilt.
Síðan er það sem ætti að skipta miklu máli það er hvernig performancið í þessum kerfum er, það veltur á réttri smíði og efnis vali hlítur að vera!!
Nú síðast og ekki síst, þá er það verðið. Sé að við erum dýarari í einhverju tilfellum samkvæmt lestningunni hér að ofan.
Við í BJB viljum auðvitað reyna að vera samkeppnisfærir í verrðum ekki spurning en ég vil samt í raun frekar bjóða góða vöru og vera vissum að menn fái gæði en að við séum ódýrastir í verði.
Gaman væri líka að vita hvort að öll þessi verð eru með virðisaukaskatti eða ekki, í BJB eru við ekki að bjóða svarta vinnu. En hef orðið var við að á öðrum stöðum er þetta svona upp og niður hvernig þessum tilboðum er háttað!!
Á við að þó svo að verið sé að tala um ávexti þá verðum við að bera saman epli og epli ekki appelsínur og epli..
Með bestu kveðju og þökk fyrir spjallið..
Piero Segatta