Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Nonni on January 02, 2010, 01:17:46

Title: Götuslikkar, hvernig sé ég hvenær þeir eru búnir?
Post by: Nonni on January 02, 2010, 01:17:46
Ég fékk götuslikka með felgum sem ég keypti.  Seljandinn sagði mér að þeir væru slitnir og það þyrfti að skipta um þá.  Rákir eftir endilöngum slikkunum eru nánast horfnar.  Það er kannski erfitt að dæma hvort þeir séu búnir án þess að sjá þá en eftir hverju dæma menn hvort að götuslikkar séu búnir eða ekki?
Title: Re: Götuslikkar, hvernig sé ég hvenær þeir eru búnir?
Post by: 1965 Chevy II on January 02, 2010, 02:13:32
Hvaða tegund?
Title: Re: Götuslikkar, hvernig sé ég hvenær þeir eru búnir?
Post by: Nonni on January 02, 2010, 02:41:25
Þarf að kíkja útí skúr til að fullvissa mig en mig minnir að þeir séu Mickey Thomson
Title: Re: Götuslikkar, hvernig sé ég hvenær þeir eru búnir?
Post by: 1965 Chevy II on January 02, 2010, 02:53:41
Ég hef notað þau þar til raufarnar sjást ekki lengur,ef þetta eru drag radial þá duga þau töluvert meira.
Title: Re: Götuslikkar, hvernig sé ég hvenær þeir eru búnir?
Post by: Nonni on January 02, 2010, 03:02:26
Þetta eru drag radial, raufarnar eru mjög óskýrar en með góðum vilja má sjá þær :)
Title: Re: Götuslikkar, hvernig sé ég hvenær þeir eru búnir?
Post by: Kimii on January 04, 2010, 23:20:25
þegar að það kemur hvellur þá eru þeir búnir

(http://photos-d.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v3895/53/27/1105086513/n1105086513_415948_78644.jpg)