Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Arni87 on December 28, 2009, 02:01:57

Title: Verslum hjá Björgunarsveitunum
Post by: Arni87 on December 28, 2009, 02:01:57
Nú reynir á okkur sem aldrei áður.
Samkvæmt framkvæmdastjóra Landsbjargar þá er nú erfiðasta ár björgunarsveitanna hingað til að líða og reynir á okur að styrkja björgunarsveitina í okkar bygðarlagi með að versla flugeldana við þær en ekki einhverja einkaaðila eða íþróttafélög.

Björgunarsveitirnar koma og aðstoða okkur þegar á reynir, sama hvaða dagur er og hvað klukkan er, sama hver þú ert og hvað þú hefur gert eða hvar þú ert þá koma björgunarsveitirnar þér og þínum alltaf til hjálpar.
Við sem erum að þvælast um fjöll og firnindi vitum að það er ekki ódýrt að fara á fjöll og einhver þarf að koma okkur til hjálpar þegar allt er farið til fjandans.

(http://cs-003.123.is/63d0bd2d-8c10-4b03-b69d-8b5babd43b4a.jpg)

(http://cs-001.123.is/4ac6c5d1-fd9f-4d21-9656-10067e8a0ff3.jpg)

Kveðja Árni F
Title: Re: Verslum hjá Björgunarsveitunum
Post by: Halldór Ragnarsson on December 28, 2009, 18:58:18
Heyr heyr,ekki styðja einhverja töskuheildsala  Styðjum okkar menn  =D>