Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: Heiðar Broddason on December 06, 2009, 18:54:44

Title: Er með spurningar
Post by: Heiðar Broddason on December 06, 2009, 18:54:44
Hef heyrt þá sögu að menn hafi verið að setja race mótora í fjórhjól hér á landi, er þetta rétt og ef svo er, eru þetta götuskráð 4hjól,
og eru til myndir af þessum gjörning.

kv Heiðar  :D
Title: Re: Er með spurningar
Post by: Kristján Skjóldal on December 06, 2009, 19:17:50
það er ekkert sem bannar það ef hjólið hefur verið á ská eða er á skrá \:D/
Title: Re: Er með spurningar
Post by: Heiðar Broddason on December 06, 2009, 20:34:54
skil þig en veistu til þess að þetta hafi verið gert, var aðeins að leita eftir því líka

kv Heiðar
Title: Re: Er með spurningar
Post by: Racer on December 06, 2009, 22:15:06
já hef heyrt af því og séð það þó það var gamall race mótor og létt fjórhjól.. sá sem smíðaði það auglýsti það til sölu eftir fyrsta prufuakstur enda fékk hann fría húðskröpun á bakinu enda of mikið afl þótti honum þó ég tel að hann sat of aftanlega á því.

á enga mynd en þetta var suzuki ´88 50cc orginal og fékk 1100 sukku mótor.

allt hægt ef menn nenna að þræða rafkerfið í fjórhjól.
Title: Re: Er með spurningar
Post by: nonni400 on December 07, 2009, 10:38:41
á enga mynd en þetta var suzuki ´88 50cc orginal og fékk 1100 sukku mótor.

Ég held að það skipti ekki höfuðmáli hvar menn sitja á svona verkfæri  :D

Væri kannski heilsusamlegra að setja umræddan mótor í eitthvað sem var 250-500cc upphaflega.
Title: Re: Er með spurningar
Post by: Ravenwing on December 07, 2009, 11:14:01
Er örugglega ekkert sem bannar það?

Munu þeir ekki gera athugasemdir td við skoðun þegar þeir sjá stórann td 1100cc GSXR mótor í hjóli sem var í mesta falli helmingi minna þegar það var skráð?

Og svo annað að aflmunurinn er það mikill að til þess að þetta sé nothæft þyrfti að breyta helling meira en bara mótor og rafkerfi...td þyrfti að styrkja/stífa fjöðrun og þannig líka.
Title: Re: Er með spurningar
Post by: Halldór H. on December 08, 2009, 12:17:00
Davíð ertu alveg viss um þessa sögu þína?  veistu hver það var sem gerði þetta?

Ég hélt að ég væri eini rugludallurinn sem hefði sett mótorhjólamótor í fjórhjól. 
Hjólið sem ég notaði var Kawazaki Mojave 250 en mótorinn var Kavazaki Z1000.  Það eru 13 ár síðan og löngu búið að rífa þetta hjól
en það var ekki götuskráð.

Ég get ekki séð að neitt banni þetta frekar en að setja v8 í jeppa sem var orginal 4cyl.