Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on December 02, 2009, 18:47:53

Title: Annar '68 Rally Camaro
Post by: Moli on December 02, 2009, 18:47:53
Hver getur frætt okkur eitthvað meira um þennan.  8-)

Eigendaferill

17.02.1982    Ólafur Vilhjálmsson    Norðurtún 11    
08.01.1982    Ólafur Gunnar R Hauksson    Víðivellir 20    
08.01.1982    Arnar Hjaltason    Þingskálar 6    
28.07.1980    Svavar Gíslason    Lyngberg 2    
02.08.1979    Eiríkur Ingi Haraldsson    Álfaskeið 72    
17.09.1977    Guðjón Sverrir Agnarsson    Aragerði 16    

Númeraferill

19.02.1982    R30330    Gamlar plötur
28.07.1980    X2781    Gamlar plötur
02.08.1979    Y8725    Gamlar plötur
17.09.1977    R41110    Gamlar plötur

Skráningarferill

05.12.1985    Afskráð -
01.01.1900    Nýskráð - Almenn

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_288.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/normal_1464.jpg)
Title: Re: Annar '68 Rally Camaro
Post by: keb on December 02, 2009, 20:35:32
söguna kann ég ekki - en held að hann hafi endað hjá Hjalla partasala (minnir að ég hafi séð leifar af honum þar)
Title: Re: Annar '68 Rally Camaro
Post by: AlexanderH on December 02, 2009, 20:40:43
Rosalega er skritid ad sja ameriska kagga i rallybuning.. madur er of ungur greinilega  :lol:
Title: Re: Annar '68 Rally Camaro
Post by: GunniCamaro on December 02, 2009, 22:34:27
Ég var að skrifa um þennan á hinum 68 þræðinum, kíkið á það en til viðbótar við það er að það gekk víst nokkuð vel hjá Dóra Úlfars að rassskella Escortana í rallyinu þangað til rúðupissbaukurinn losnaði og fór í vatnskassann og þá var allt búið.
Dóri keypti klesstan 69 Camaro sem varahlutabíl en það var blár línu sexa, 3. gíra í gólfi en Svavar (sem á 69 RS) keypti restina af honum af Dóra en það er mynd af þeim bíl á vefnum hans Mola (bilavefur.net)
Jón Eyjólfs (Benna bróðir) keypti svo bílinn af Dóra til að rífa en Dóri var búinn að setja 4. gíra muncie kassa í hann,  diskabremsur ( sem voru á þessum árum gulls ígildi ) og læst drif en ég held að seinni myndin sé tekinn fyrir utan hjá Bílabúð Benna en Jón var þá að smíða 68 Pontiac Firebird eða eins og hann orðaði það "porsch killer" en ég er oft búinn að glotta yfir þessum orðum hans en þarna voru þeir bræður ekki komnir með umboðið fyrir "útflöttu fólksvagnanna".