Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Leifó on November 05, 2009, 22:55:09
-
er með drif undan Dodge Dart 67 veit litið um drifið held að það sé orginal.. er að spá að lækka hlutföllin til að fá aðeins meiri snerpu í bílinn og kanski einkverja læsingu .. er það ekki allveg möguleiki með þessari hásíngu eða verð ég að skifta um allt draslið ???
-
er þetta 8 1/4 eða 7 1/4
ef það er 7 tomman þá skaltu henda því strax, en 8 1/4 er ágætis hásing og það ætti ekki að vera vesen að fá í það hlutföll.
spurning um 3.50 eða 3.73 og sterka læsingu, ef eitthvað fer í þessu þá er það mismunadrifið..
-
og hvernig sér maður hvort það er 7 eða 8" ??? en kambhjól 39 tennur pinion 11 tennur ef það seigir eikvað...
-
Til að vita stærðina er mælt þvermál kambsins en þessar tölur 39-11 segja þér hlutfallið sem er 3.54 í þessu tilviki.
-
Ef það er tilfellið að þú ert með 8 1/4 hásingu með 3,54 drif þá mundi ég ekkert vera að hreifa við þessu nema kannski splæsa í læsingu.
ef dollan er ekki spræk með 3,54 drif þá er hún bara máttlaus og lítið annað að gera en að laga það.
-
þvermál kambsins er 18,5 cm en 8 tommur er 20 cm og 7 tommur er 17,5cm :-k
-
7 1/4 er 18,5 þannig að þarna ertu með fremur brothætta hásingu.
Spurning um að redda sér 8 3/4, held að Gulli Emils eigi eitthvað af þeim.
-
ja eða bíða eftir að það brotni og tala þá við Gulli Emils ég var nefnilega að sprauta drifið áðan
-
Hehe.. það er hin leiðin :)