Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: bluetrash on October 13, 2009, 00:09:47
-
CHEVY TOWN er áhugaverkstæði hjá okkur félugunum og eru flest allir viðriðnir þetta verkstæði Chevy menn.
Mig langaði að henda inn myndum af bílunum sem eru í minni eigu.
Chevrolet G20 1983 305/700r4
(http://i37.tinypic.com/2em0q2r.jpg)
Chevrolet Camaro Z-28 350/200r4 1984
(http://i26.tinypic.com/2lcobgk.jpg)
Chevrolet Nova Concours 307/350 1978
Mynd seinna
Camaro 4gen V6 í hmmm ekki alltof góðu ástandi
(http://i34.tinypic.com/5kqes3.jpg)
(http://i35.tinypic.com/2l9qmc9.jpg)
Skidoo ScandicII 1993 400cc
(http://i47.tinypic.com/2w6i2ac.jpg)
Polaris Indy 650 1990 boraður í 750cc
mynd seinna
Chevrolet Silverado 1500 Z71 1993
á engar myndir af honum enn sem komið er
SELDIR
Chevrolet Cheyenne 1989 42"
(http://i50.tinypic.com/sdz5lx.jpg)
AMC Eagle 1982 L6 258 4.6lítra ef ég man rétt..
(http://i46.tinypic.com/161xmk3.jpg)
Chevrolet G30 1983 350/???
(http://i38.tinypic.com/jjty6t.jpg)
Pontiac Firebird 2.8 V6 tpi 1989
(http://i30.tinypic.com/20keu6f.jpg)
Chevrolet Camaro Z-28 Lt1 5.7 1994
(http://i28.tinypic.com/2uztd82.jpg)
Chevrolet Blazer 4.3 V6 Vortec 1994
(http://i26.tinypic.com/15ox7pz.jpg)
Chevrolet Malibu 1978 305/200r4
(http://i45.tinypic.com/1zciu0i.jpg)
-
Hvad eru plonin med Malibuinn?
-
Heyrðu hann fer bara að rúlla inn og mun sjást á götunum fyrr en seinna.. Heheeee hann verður svakalegur í útliti þegar hann er ready
-
CHEVY TOWN er áhugaverkstæði hjá okkur félugunum og eru flest allir viðriðnir þetta verkstæði Chevy menn.
Mig langaði að henda inn myndum af bílunum sem eru í minni eigu.
(stal mynd af einhverjum fyrri eigendum, svona í bili)
Chevrolet G20 1983 305/7004R
(http://i37.tinypic.com/2em0q2r.jpg)
Chevrolet Camaro Z-28 Lt1 5.7 1994
(http://i28.tinypic.com/2uztd82.jpg)
Varstu ekki að skipta á þessum camaro og fékkst vaninn í staðinn???
-
Jú það gerði ég...
-
En þeir eru samt báðir í þinni eigu :lol:
-
hmmmm, nei, ef þú skoðar þráðinn betur, eða réttara fyrsta post þá sérðu að ég tek framm seldir bílar smesagt neðst í þræðinum.. heheheee svo þeir eru ekki báðir í minni eigu.. En ég og EInar sem átti Vaninn erum sammála með það að við sjáum svona báðir eftir skiptunum en hvorugur tímir samt nýju græjunum heheheee.. Það er helvíti flott innrétting sem Einar og félagar smíðuðu í græna vaninn og dugar vel :lol:
-
Varstu ekki bara nybuinn ad versla græna horid en samt seldur? :P V6 ekki ad gera sig :lol:
-
hmmmm, nei, ef þú skoðar þráðinn betur, eða réttara fyrsta post þá sérðu að ég tek framm seldir bílar smesagt neðst í þræðinum.. heheheee svo þeir eru ekki báðir í minni eigu.. En ég og EInar sem átti Vaninn erum sammála með það að við sjáum svona báðir eftir skiptunum en hvorugur tímir samt nýju græjunum heheheee.. Það er helvíti flott innrétting sem Einar og félagar smíðuðu í græna vaninn og dugar vel :lol:
Rólegur ég er bara að fíflast í þér :lol:
-
Varstu ekki bara nybuinn ad versla græna horid en samt seldur? :P V6 ekki ad gera sig :lol:
jújú..
Nei ástæðan er að hann er T-topp.. Ég bara fíla engan veginn T-topps bíla og gerði heiðarlega tilraun að kaupa þennan og ætlaði að setja 3.8 minnir mig hún sé úr V6 4gen og blása hana.. áttaði mig á því svo að ég er bara með alltof mikið af verkefnum í gangi þannig að ég lét hann fara.
Hann Guðmundur sóttist líka svoldið eftir honum þannig hann fékk bílinn..
-
Bættist einn enn í flotann..
AMC Eagle 1982 með Línu 6 258
Það merkilega við þennan bíl er að hann er ekki keyrður nema 92700 frá upphafi og hefur einungis átt einn eiganda allt sitt líf.. Vélin malar eins og kettlingur og það er geðveikur fílingur að keyra hann.. Keyrði hann frá Hellu og alla leið í RVK.. Komu ekki upp nein vandamál og hann var galtómur af bensíni þegar ég fór að sækja hann og setti á hann 10 lítra á Hellu og keyrði hann á því í Rvk... Mér var sagt að þessi væri líka einn af fáum sem komu með þann kost að vera ekki sídrifnir heldur hægt að velja á milli 4X4 eða 4X2.. Mjög lítið ryð virðist vera í bílnum svona við fyrstu sín en á ég eftir að skoða það betur.. OG ekki skemmir fyrir að það er rauð kózy innrétting í honum og NÓG af plássi..
(http://i36.tinypic.com/taqwd1.jpg)
(http://i36.tinypic.com/2v7unfb.jpg)
(http://i38.tinypic.com/33f947a.jpg)
Það er samt eitt.. Startarinn er eitthvað bilaður í honum.. Ef einhver lumar á startara fyrir hann handa mér þá væri það mikið vel þegið!!!
-
Hehe þetta er svona Willys í sparifötunum :)
-
Hehe þetta er svona Willys í sparifötunum :)
Mikið djöfull eru það ljót spariföt !
-
Hehe þetta er svona Willys í sparifötunum :)
Mikið djöfull eru það ljót spariföt !
Er nu sammala ter, verd ad vidurkenna ad mer finnst tessi AMC er ekkert fallegasti amerikubillinn :???:
En eflaust agætlega gaman ad keyra hann og getur verid nytsamlegur :wink:
-
Mikið djöfull eru það ljót spariföt !
Alls ekki, er þetta ekki bara munurinn á sparifötum og samkvæmisklæðnaði :lol:
kv
Björgvin
ps. annars er sjálfsagt réttara að tala um þetta sem Cherokee í öðrum klæðum - hvað svo sem menn vilja kalla þaug :mrgreen:
-
Hehe þetta er svona Willys í sparifötunum :)
Mikið djöfull eru það ljót spariföt !
Er nu sammala ter, verd ad vidurkenna ad mer finnst tessi AMC er ekkert fallegasti amerikubillinn :???:
En eflaust agætlega gaman ad keyra hann og getur verid nytsamlegur :wink:
Þetta er tilvalinn ölvagn \:D/
-
Einmitt, nytsamlegur ;)
-
Mig langar að EDIT fyrsta post hjá mér en það er ekki hægt :mad:
-
En ekki þar fyrir að þá lenti ég í því að það var klesst á allan flotann hjá mér eins og hann lagði sig 18.2.2010...
Novan, Camaro og Blazer eru lagðir allir hlið við hlið fyrir utan verkstæðið hjá mér og BMW er lagður þvert fyrir aftan þá.
Ég var með stóru innkeyrsluhurðina opna og stend inní verkstæðissal. (Þeir voru allir 4 bara beint fyrir utan á bakvið.) Þegar ég horfði á bíl keyra inní vinstra afturbretti Novunar og horfði á Novu hendast í Camaro sem hendist utaní Blazer og framendinn á BMW var við rassgatið á Novu og afturendinn við Blazer. Þannig að greyið strákurinn tók línuna bara eins og hún lagði sig :cry: :cry:
Þetta var slys og voða lítið við þessu að gera en sárt var að sjá 2 ára vinnuna í Camaro fljúga burt á þessu augnabliki. Þegar ég loksins þorði að fara að skoða bílanna að þá fór reyndar Nova verst útúr þessu og Camaro ya við fyrstu skoðanir virðist hafa sloppið nokkuð vel vegna þess að hann er á svo breiðum og stórum afturfelgum að þær standa aðeins útfyrir brettin, svo að hægri afturendi Novu klessist á aftudekkinu vinstra megin á camaro og afturdekkið hægra megin bjargar honum nokkurn vegin frá Blazer fyrir utan slæmar rispur á hægra afturbretti eftir brettakantinn á Blazer, þannig að afturdekkin og hásingin tóku mesta höggið en ég á enn eftir að skoða hvort að eitthvað hafi bognað eða skemmst undir Camaro. En vinstri hlið hans fer smá illa vegna dekkja á felgum sem lágu uppvið hægri hlið Novu og klemmast á milli og dælda hægri hlið Camaro frekar illa.
Fór í tryggingarnar í dag 19 febrúar og samkvæmt þeim er þetta bótaskylt svo ég vona það besta bara.
-
djöfulsins leiðindi :???:
en það er gott að þú fáir þetta bætt