Kvartmílan => Mótorhjól => Topic started by: Gunnar Már on October 08, 2009, 21:34:40

Title: Hreinsun á bensíntank
Post by: Gunnar Már on October 08, 2009, 21:34:40
Sæl öll

Veit einhver um góða leið til að hreinsa ryð innan úr bensíntank á mótorhjóli.
Einn af fyrri eigendum geymdi hjólið í óupphituðu húsnæði í nokkur ár og sennilega með lítið sem ekkert bensín á því, þannig að tankurinn er þokkalega ryðgaður að innann. Síðan ég eignaðist hjólið hef ég verið með tvær bensínsíur og það svo sem sleppur en þetta þarf að laga.
Einhverntíman heyrði ég af einhverri Sýrumeðferð en ég bara man ekki hvernig það var eða hvort það á annaðborð virkaði.
Mig bráðvantar hugmyndir.

Kveðja Gunnar Már
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: #1989 on October 08, 2009, 21:56:50
Sælir, hef séð einhver hreinsiefni fyrir tanka til sölu á mótorhjólavarahlutanetsíðum. Kv. Siggi
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: springer on October 08, 2009, 22:14:22
Sæll

Veit um góða aðferð setur steinolíu í tankinn og slatta af skrúfum hristir kvikindið vel og lengi og skolar svo vel úr á eftir.

kveðja
Jómbi

Ef þig vantar nánari upplýsingar það er síminn hjá mér 8201104 
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: baldur on October 09, 2009, 12:19:12
Súr-X eða þarna ryðsápuna sem Hálfdán var með.
Svo má svosem húða tankinn að innan með kvista lakki eða epoxy lakki.
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: Gunnar Már on October 09, 2009, 16:39:33
Hef heyrt þetta með skrúfur og dót en það er svaka mál að ná því úr tanknum aftur, ég prófaði að setja c.a. tvo metra af ryðfrírri keðju og hrista aftur og aftur jú það kom hellingur út en vá hvað þetta tekur langann tíma, ég yrði marga mánuði að ná tanknum hreinum.
Ég er svolítið að spá í einhver efni til að gera þetta þarf bara að kynna mér það betur.

Kveðja Gunnar Már
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: Ravenwing on October 09, 2009, 17:58:55
prufaðu að senda skilaboð á Hálfdán aka 429Cobra hérna á spjallinu.

Hann var/er að flytja inn sérstaka sápu sem ætti að vera alveg ekta í svona þrif, veldur engum skemmdum á lakki né öðru, tekur bara ryðið.

Kveðja
Halldór K
Title: Hreinsun á bensíntank
Post by: Dingus on October 26, 2009, 20:59:23
 ætli virki ekki að nota bara 30% saltsýru í kvikindið þegar ég hef notað hana til að þrífa sement af steypubílum hefur hún drepid allt ryð í leidinni en veit samt ekki hversu gott það er fyrir málminn :lol:
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: ADLER on October 26, 2009, 21:39:08
ætli virki ekki að nota bara 30% saltsýru í kvikindið þegar ég hef notað hana til að þrífa sement af steypubílum hefur hún drepid allt ryð í leidinni en veit samt ekki hversu gott það er fyrir málminn :lol:

Saltsýra er ekki sniðug inní tanka því það þarf að skola tankana með vatni og þá kemur ryðhúð strax á málminn.  [-X
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: Gunnar Már on October 28, 2009, 21:35:20
Ég er búinn að tala við hann Hálfdán og málið er í vinnslu, núna er tankurinn í réttingu og þegar hann kemur aftur til mín þá verður farið +i að hreinsa hann með sápunni frá Hálfdáni.
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar.

Kveðja Gunnar Már
Title: Re: Hreinsun á bensíntank
Post by: Gunnar Már on November 20, 2009, 18:52:20
Þetta er nánast því búið!!!!!!
Þessi ryðsápa frá honum Hálfdáni er töfraefni, ég hellti 5 lítrum í tankinn og velti honum með sólarhrings milli bili á allar hliðar og tankurinn er nánast eins og nýr að innan.
Núna er sápan orðin frekar dökk og þá hefur virknin minnkað þannig að ég bætti út í c.a. tveimur kílóum af skrúfum og boltum, hristi vel og sápan er búin að mýkja ryðið svo vel að afgangurinn nánast lekur af eftir hristing.
Þetta er efni sem má treysta á.

Kveðja Gunnar Már