Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: GTA on September 30, 2009, 21:44:22

Title: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
Post by: GTA on September 30, 2009, 21:44:22
Er að fara kaupa mér pústkerfi undir bílinn hjá mér, Trans Am GTA 1988.
Kannaði aðeins hjá BJB og vá hvað þeir eru búnir að hækka... universal kútur (aftasti) 39.000.-
Hringdi í Jeppasmiðjuna á Ljónsstöðum og þeir geta pantað svona kút fyrir 10-15.000.-

En ég er að spá í hvort maður eigi ekki að kaupa sér tilbúið kerfi að utan, Borla eða Flowmaster.

Með hvoru/hverju mælið þið undir svona bíl, hann er með 305 TPI.
Á maður að taka 2.5" eða 3" ?

Kv,
Ágúst.
Title: Re: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
Post by: Dodge on October 01, 2009, 09:35:01
2,5 Flowmaster held ég að væri vit í svona tæki. og það er ekki spurning um að kaupa komplett passandi kerfi að utan, þegar menn eru að smíða kerfi hér á landi þá er ævinlega haugur af samanlögðum beygjum sem þurfa ekki einusinni allar að vera og svo rekst þetta í til allra hliða...

Vissulega er það misjafnt eftir verkstæðum en heilt yfir er þetta ekki spes...
Title: Re: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
Post by: Nonni on October 01, 2009, 09:41:14
Ég keypti kerfi af Mufflex  Performance (http://www.mufflex-performance.com/), flott smíði og allt stóð eins og stafur í bók.  Þetta var svo sem ekki ódýrt en alvöru mandrel bent kerfi.

Það þíðir hinsvegar lítið að senda þeim tölvupóst, virkaði best að hringja í þá (eins og oft með kanann, latir að svara tölvupóst).
Title: Re: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
Post by: snæzi on October 01, 2009, 18:17:14
Mæli með flowmaster endakút allavegana.... 80 series og ef mig minnir rétt og 3'' ... hljómar drullu vel.   Sjálfur er ég bara með 2.5" beint út.... það er líka fínnt :)