Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: Rúnar M on September 19, 2009, 10:27:30

Title: Skrá óskráðan bíl á ný
Post by: Rúnar M on September 19, 2009, 10:27:30
Hvernig gengur það fyrir sig ef maður eignast bíl og veit ekkert hvaða fastanúmer hefur verið á bílnum eða hvaða eigandi hefur verið skráður síðast......er hægt að finna það út frá grindanúmeri eða vinnúmeri.....eða er maður bara í deepshit :roll:
Title: Re: Skrá óskráðan bíl á ný
Post by: jeepcj7 on September 19, 2009, 11:58:19
Það á ekki að vera neitt mál að fá allar upplýsingar hjá skoðunarstöðvum eftir vin númeri.
Title: Re: Skrá óskráðan bíl á ný
Post by: Moli on September 19, 2009, 13:32:32
Þú átt að geta fundið það eftir VIN númeri. Á gömlum bílum eru VIN númerin í kerfi Umferðstofu oft meingölluð og ekki rétt skrifuð, en oft er hægt að finna bíla út þannig með því að leita eftir síðustu 4-6 stöfunum í VIN númerinu og bera það svo saman við bílinn.
Title: Re: Skrá óskráðan bíl á ný
Post by: Kristján Ingvars on September 19, 2009, 21:33:04
Svo þarf bíllinn að standast skoðun til að hægt sé að skrá hann  8-)