Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: kiddi63 on September 10, 2009, 06:26:06

Title: 66 Satellite, 383
Post by: kiddi63 on September 10, 2009, 06:26:06
Sá þennan á Ljósanótt, með númerið Ö-383.
Ég held að einhver bandaríkjamaður hafi átt þetta og var að reyna selja hann en hver á hann núna???
Bara svona venjuleg íslensk forvitni.

(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=41153.0;attach=41590;image)
(http://photos-b.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs237.snc1/8425_1112682860797_1338682478_285121_7605723_n.jpg)
Title: Re: 66 Satellite, 383
Post by: LeMans on September 10, 2009, 11:30:09
þessi er flottur hann sást töluvert á keyrslu fyrir ljósanótt og ljósanótt líka, en hef ekkert heyrt neitt um hver ætti hann.....
Title: Re: 66 Satellite, 383
Post by: Kiddi on September 10, 2009, 17:39:32
Jamm, þetta er bíllinn sem Matt átti.. Mig minnir að hann hafi sagt mér að það væri ungur strákur úr Sandgerði/Garðinum eða þar í kring sem keypti bílinn af honum..
Title: Re: 66 Satellite, 383
Post by: Kristján Ingvars on September 10, 2009, 18:40:19
Snyrtilegur bíll  :D
Title: Re: 66 Satellite, 383
Post by: Elmar Þór on September 12, 2009, 01:11:53
Maðurinn heitir Magnús sem á þennan bíl og er Keflvíkingur :)
Title: Re: 66 Satellite, 383
Post by: Maggi_Þ on September 13, 2009, 21:48:19
Já sælir, ég keypti þennan bíl fyrir sumarið og er með hann í Keflavík. Er búinn að vera að fara í gegnum rafkerfið í honum og fékk flækjur í hann hjá Bjössa hjá BG. Fékk líka stuðara að aftan hjá honum þar sem hinn var orðinn mjög slæmur af ryði og svo var búið að spraya yfir hann en já hann er auðvitað ekki í besta ástandinu lakklega séð en það bíður betri tíma. Hann er að fara í geymslu núna bara í vetur innan um fellihýsin.