Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Moli on August 05, 2009, 20:42:56
-
Já, þá er komið að því eftir 5 ára bið. Kvartmíluklúbburinn ætlar að standa fyrir svokölluðum Muscle Car degi á Kvartmílubrautinni þann 16. Ágúst nk. 8-)
Brautin verður þó opinn fyrir alla þá sem vilja hana keyra, en verða menn þó að vera meðlimir í KK, BA eða í Akstursíþróttaklúbb innan ÍSÍ.
Síðast var þessi dagur haldinn 14. Ágúst 2004 og heppnaðist með eindæmum vel.
Sjá myndir --> http://www.bilavefur.net/album/thumbnails.php?album=31
Kvartmíluklúbburinn ætlar að grilla pylsur ofan í þá sem greiða nokkra smáaura úr vasanum og með þeim verður hægt að renna niður köldum gosdrykk fyrir nokkrar krónur í viðbót. \:D/
Á þessum degi gefst eigendum bílanna, sem og öðrum, að koma með bílatengt góss úr skúrnum sem safnað hefur ryki eða er einhverra hluta vegna dottið úr notkun, og hafa til sölu. Kvartmíluklúbburinn vill endilega hvetja þá sem eiga slíkt að grípa það með sér á svæðið svo hægt sé að halda "Swap Meet" eins og er þekkt í Ameríkuhreppnum vestan við okkur.
Svæðið opnar kl. 11.00 og verður það opið til kl. 17.00
Ljósatréð verður tendrað og opnar brautin sjálf kl. 13.00
Fyrir meðlimi KK og B.A. kostar 1.000kr.- að keyra en fyrir aðra meðlimi í Akstursíþróttaklúbbum innan ÍSÍ kostar 3.000kr.-
ATH: að Kvartmílukúbburinn fer ekki fram á Tryggingarviðauka en ætlast er til að eigendur bílana kanni hvort þess þurfi hjá sínu Tryggingarfélagi.
Sjáumst hress á brautinni þann 16. Ágúst nk. 8-)
-
Frábært,þá er bara að biðja til veðurguðana. 8-)
-
Bara geggjað =D>
-
Gott framtak, vonandi rætist úr veðrinu =D>
-
jibby cola, þarf maður að vera meðlimur í kvartmiluklubbnum til að taka þátt ??
-
væri ekki skemtilegra að hafa þessar keppni bara með muscle car degi :idea: byrjum bara á keppni hún tekur hvort sem er ekki svo langan tíma og það er hvot sem er bara gaman að keyra fram á kvöld í góðu veðri bara svona hugmynd :?:
-
ég verð að vera sammála Stjána Skjól !
en ætlar þú að keyra Stjáni ?
-
Sammála stjána. Bara fullt af bílum uppá braut.. Gæti samt verið svolítið ruglandi fyrir keppnisskipulagið.
-
Ég held að ef að keppnin og MC dagurinn væri haldið á sama deginum væri pitturinn hreinlega kjaftfullur og nóg að gera hjá pittstjóra.
Mér finnst þetta brjóta þetta svolítið upp að hafa þetta á tveim dögum. :wink:
-
síðan er líka staffið orðið í þreittari kanntinum ef það á að standa vakt frá 9 - 20
-
já kanski en það er nú ekki búinn að vera svo sver mæting í keppni þannig að þetta er kanski 20 bílum meira og ekki mikið mál að bíða með að hleipa bílum inn í pitt þar til hún er búinn en þetta já reinir meira á staf :D en þetta var bara hugmynd og ps já var að spá í að koma með 72 Camaro og sjá hvað hann getur og leika mér smá \:D/
-
já í guðanna bænum komdu með hann ! :D
ég lofa að taka allaveganna 1 mynd af þér í spóli \:D/
-
Stór Muscle Car dagur 16. ágúst.
Ætla að mæta með slatta einn vagn og einn sendibíl af pörtum.Verð með þessa parta og fleirri.
350 SBC blokk 4 bolta árgerð 69-73.kom td í Corvette,Camaro,Nova,Cevelle.69-73.gott fyrir þá sem eru að gera upp svona bíla.
400 Pontiac blokk árgerð 75 .einnig olíupanna,pústgreinar.kveikja.vatnsdæla.trissu sett,damper,og fl,
350 torbo skipting fyrir Pontiac,Olds,Buick,
350 torbo skipting sem er orginal fyrir bæði SBC BBC Pontiac,Old.Buick.
Pústgreinar fyrir V8 Buick,Platínukveikja V8 Buick,
Millihedd 351 Cleverland 2 hólfa.Knastásar 351 C,351M,400M.+ Nýir rokkerarmar vökva.
9 Tommu ,drif köglar,2 stk.
Álmillihedd SBC 2.stk
Mikið af krómlistum á NOVA 2 dyra 75-79.Á einnig til frammgrind.
Svinghjól SBC 350 11 tommu.
Svinghjól sb.360 Mopar 11 tommu.
Svinghjól bb 440 Mopar cast nýtt.
Kúplings hús sprengihelt BB mopar gata deiling bæði fyrir fólsb.og jeppakassa
Höfuðlegur,Stangarlegur,Knastáslegur,SBC,BBC,FORD.
Stimpilhringi,Tímagíra.undirlyftur,Pakkningar,undirlyftustangir,olíudælur,og fl.
Kúplingar á viftuspaða,
Nýir Bremsudiskar framan aftan Camaro Pontiac olds.Carlo og fl,árgerð 82-91.
Startkransar notaðir Chervolet,Ford.
Viðgerðar sett í altanatora eldri gerð.Platínur GM 74 og eldri
Stimplar nýir SBC 350 030 standard þjappa.
Og margt margt fleirra.
Kveðja Gulli.
-
Ánægður með þig Gulli!! 8-) =D> 8-)
Ætla ekki fleiri að taka sér manninn úr hreppnum til fyrirmyndar og mæta með góss á brautina? =D>
-
Jæja... flott veðurspá og skilst að það verði fín mæting, hvar verður þú?? =D>
-
ég verð með vélina á lofti eins og hálfviti ! :twisted:
-
Big Fish bíll Þórðar Tómassonar verður á svæðinu! \:D/
(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/big_fish.jpg)
-
Takk fyrir daginn,þetta var gaman =D>
-
Þetta var mjög flottur dagur :) vel að verki staðið
-
góð og flott keppni strákar var mjög ánægður með þetta höldum oftar upp á svona keppnir :D
-
virkilega flottur og góður dagur að baki, hefði reyndar viljað sjá fleyrri keyra en það er nú eins og það er :)
myndir koma inn í kvöld :)
-
ég þakka fyrir mig.. svaka stuð..
-
Vill þakka fyrir frábæran dag, fyrsta skiftið sem ég keiri og fanst mér mjög gamann,mætti vera einu sinni á ári svona dagur,gamann að sjá alla þessa flottu bíla.takk fyrir mig 67több.
-
Sælir félagar.
Þessi dagur var frábær .Svona Muscle Car dag verður að gera að árlegum viðburði.
Takk kærlega fyrir daginn.
Það má ekki gleyma STRÁKUNUM og STELPUNUM sem stóðu að þessu alla hegina takk
kærlega fyrir ,þetta væri ekki hægt án ykkar.
Kv. Sigurjón Andersen.
-
Endilega að hafa svona viðburð 2 á ári. í byrjun og enda sumars
-
Sælir félagar. :)
Frábær dagur í dag og það mætti halda fleiri svona. :smt023
Ég þakka fyrir mig og hel..... hann Pál bróðir, og já ekki má gleyma fröken Míru (schaffer)!
Hér er smá svona mynda"document" frá deginum.
(http://www.internet.is/racing/MC_mynd_01.jpg)
Kv.
Hálfdán.
-
Já SÆLL!!! hvað cudan er geðveik
-
Flottur dagur í alla staði, þetta er eitthvað sem verður að vera allavega að vera einu sinni á sumri.
-
Takk fyrir síðast allir, mikið var þetta "logandi" gaman.
B+íð spenntur eftir næsta.
-
hér eeru tímar frá deginum