Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: AlexanderH on August 02, 2009, 20:27:18
-
Jæja, mig langar í annað fornnúmer á Malibuinn minn. Langar mest í X 350 en ég veit að það er upptekið og ég fæ það ekki(pabbi minn var með það skráð á sig fyrir ehv 20 árum en svo án þess að nokkur talaði við hann fékk Ingvar B á Selfossi það númer, veit einhver hvort það sé frestur eða slíkt svo að allir geti nálgast númerið eða ehv svoleiðis?).
En veit einhver hver á númerin A 350, M 350, Þ 350 eða Z 350. Þau eru öll skráð á bíla samkvæmt http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp en engin er í umferð. Get ég einhvernveginn fengið eitt af þeim númerum?
Ef ekki veit einhver um 350 númer sem er laust eða til sölu?