Kvartmílan => Ford => Topic started by: jón ásgeir on July 24, 2009, 19:04:03
-
Sælir ég veit að þetta er ekkert spes Mustang...En Það eru ekki allir sem eiga svona Fjölskyldu bíll haha..
ég er bara mjög ánægður með þennan..
A.T.H þetta er mustang Nr 5 sem ég hef átt :wink:
Læt nokkrar myndir flakka með..
-
Til hamingju, mjög flottur Mustang hjá þér, mætti setja aðrar felgur á hann.
-
Þakka fyrir það...Og með felgurnar er að vinna í því :wink:
-
Allt í lagi með felgurnar, en það þarf að farga afturljósunum.
-
Er þetta bíllinn sem var á krómfelgum og var á flúðum fyrir nokkrum árum síðan?
-
hef ekki hugmynd hvort hann hafi verið á flúðum...mér finnst hann bara yndislegur.
-
Gæti verið sá sem var á Flúðum, er ekki alveg viss. Maður var kannski aðeins of ungur þá :???:
-
Ekki veistu hvort að það sé búið að skipta ehv um vél í honum, held að sá sem var á Flúðum hafi ekki verið með 4,6.
Annars flottur Mustang og innilega til hamingju :D
-
Þessi er orginal 4,6
-
Til lukku með bílinn...
Þetta er ekki flúða bíllinn, það er 94-95 bíll með 5.0 vélinni... hér er mynd af honum :)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_94_98/m0082045.jpg)
Þessi bíll sem þú átt er hins vegar 97 módel og þar af leiðandi 4.6 SOHC, en hann var eitt sinn á krómfelgum.. það voru Cobra-R felgur 18" frekar en 17 ef ég man rétt, hann var líka með Flowmaster kerfi.. stærri brembó bremsur og lækkaður... þetta tók einn af fyrri eigendum úr honum og setti 98módel af bíl.
Ég man að Brimborg tók þennan bíl uppí einhver fjölskyldubíl á árunum 2003-4 og áttu hann í einhvern tíma. á nú að eiga mynd af honum þegar hann lúkkaði sem best, en finn hana ekki í augnablikinu. ;)
En til lukku með folann, og megi hann reynast þér vel.
-
Alveg rétt Olli, var nokkuð viss að hann væri ekki 4.6 :wink:
-
Ég kannast við þennan. Félagi minn átti hann í Bandaríkjunum, og þar setti hann einmitt undir hann Brembo bremsurnar og lækkunargorma. Svo fékk hann sér 18" felgur og þannig var hann fjölskyldubíllinn hans í 1 ár áður en hann flutti hann heim. Við fórum á þessum bíl til Topeka Kansas á NHRA kvartmílukeppni haustið 2000, hann lá alveg ágætlega á Highwaynum. En þvílík massa keppni var þetta, mæli eindregið með að menn fari við tækifæri. Að sjá þessa Top Fuel græjur sprautast undir 5 sekúndum..... usssss drengur.
-
Bíllinn þinn var á svona felgum.
fms-m-1007-m178_w (summit nr). ég skipti á felgunum sem eru undir honum núna og þessum. Ég er með miðjuna sem vantar :)
miðjan fannst ekki þegar viðskiptin fóru fram svo fann ég hana nokkru síðar.
-
ég er nú búinn að eiga þennan... en já til hamingju með þetta og ég er viss um að hann er keyrðu svona 40þús mílum meira en mælirinn sýnir var bilaður hraðamælirinn í honum í 3 eða 4 ár
-
Sælir ég veit að þetta er ekkert spes Mustang...En Það eru ekki allir sem eiga svona Fjölskyldu bíll haha..
ég er bara mjög ánægður með þennan..
A.T.H þetta er mustang Nr 5 sem ég hef átt :wink:
Læt nokkrar myndir flakka með..
Tveggja hurða bílar alveg sama hvaða tegund er um að ræða eru ekki góðir sem fjölskyldu bílar.
Þú fattar það fljótlega ef þú ert með eitthvað af krökkum :wink:
-
mustang nr 5? ert búinn að eiga 68,70,97,98. hver er nr 5 er það kannski 83 bíllinn sem ég verslaði af frúnni þinn :-"
-
haha jú það passar...Það kemur sér vel að eiga konu sem elskar Mustang \:D/
miklar pælingar eru að selja impala og fá sér Annan mustang í staðinn :lol:
-
líst vel á það :wink: eh sérstakur í sigtinu?