Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Daníel Már on July 10, 2009, 13:46:57

Title: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Daníel Már on July 10, 2009, 13:46:57
Jæja síðustu 4 æfingar þá er búið að vera mesta lagi 5-10 bílar? hvað er í gangi? Afhverju er svona rosalega fámennt orðið í kvartmílu, í fyrra og hitti fyrra voru yfirleitt 40+ bílar að keyra ..
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Moli on July 10, 2009, 18:50:32
Ég held að fólk sé einfaldlega að halda að sér höndum fjárhagslega séð, af því að...

a) það er atvinnulaust
b) bensín er orðið mjög dýrt
c) týmir ekki að greiða ársgjald KK
d) týmir ekki að greiða 2.000kr. fyrir æfingu
e) vill ekki taka á bílnum/tækinu af ótta við að skemma eitthvað sem myndi kosta óhemju pening.

Þetta er það sem mér dettur í hug.
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Bannaður on July 10, 2009, 19:13:36
f) Meira val!
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: baldur on July 10, 2009, 22:40:47
g) Getur ekki lengur kennt gömlu malbiki um að tækið trakki eins og belja á svelli.
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Camaro-Girl on July 15, 2009, 21:28:44
og ekki er hægt að fá viðauka nema borga góða upphæð
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: 1965 Chevy II on July 15, 2009, 22:38:27
og ekki er hægt að fá viðauka nema borga góða upphæð
Viðauka bullið á stæðsta hlutinn í þáttökuleysinu held ég!
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Camaro-Girl on July 15, 2009, 23:51:11
og ekki er hægt að fá viðauka nema borga góða upphæð
Viðauka bullið á stæðsta hlutinn í þáttökuleysinu held ég!

allavega hjá mér ég mun ekki mæta þetta ár útaf þessum viðauka
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Keli on July 16, 2009, 12:11:20
Er þetta ekki bara of dýrt, til að koma á æfingu þarf að vera í klúbbnum það kostar 7000 þúsund siðan að borga 2000 til að fá að leika sér og redda viðauka.
Væri ekki betri þáttaka ef ársgjaldið væri 4000-5000 og gjaldið til að leika sér 1000kr og leggja þetta viðaukabull niður.
Sá spyr sem ekki veit , kæmi ekki meira í kassan hjá klúbbnum og meira líf á brautini fyrir vikið?????
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: SPRSNK on July 16, 2009, 12:27:28
Klúbburinn hefur ekki neinar tekjur af tryggingarviðaukanum - það gera tryggingarfélögin.

Tryggingarviðaukinn er skylda skv. umferðarlögum ......
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: pikar6 on July 16, 2009, 17:15:53
viðaukinn hjá mér er 8000 fyrir allt árið, það er minna en eitt fyllirí
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Bannaður on July 16, 2009, 21:07:10
Klúbburinn hefur ekki neinar tekjur af tryggingarviðaukanum - það gera tryggingarfélögin.

Tryggingarviðaukinn er skylda skv. umferðarlögum ......

Fyrir bíla sem eru á númerum  :-"

Af með númerin og mæta
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Valli Djöfull on July 17, 2009, 11:38:46
Tryggja hjá réttu félagi..  Ódýrasta félagið er ekki alltaf ódýrast.  Það þarf að kanna fleiri hluti.  T.d. fékk ég tilboð í minn bíl, Vörður bauð besta verðið, en það munaði bara 5 þús kalli.  Vís var 5 þús hærra, en ókeypis viðauki.  Svo Vís endaði á að vera 3 þúsund krónum ódýrara ;)

Er það ekki bara skítafyrirtækið Elísabet og svo Vörður sem rukka?
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: 1965 Chevy II on July 17, 2009, 11:49:31
Fornbílatrygging hjá verði með FBÍ afslætti 25þús + 8000 fyrir viðauka sem þeir reyndar gefa ekki á fornbíla en tryggingamiðlarinn minn tuðaði það í gegn.
TM-Vís-Sjóvá eru með forbílatryggingu á 10-12 þús kr fyrir meðlimi FBÍ.
Title: Re: Æfingar, hvað er í gangi?
Post by: Valli Djöfull on July 17, 2009, 15:30:26
Fornbílatrygging hjá verði með FBÍ afslætti 25þús + 8000 fyrir viðauka sem þeir reyndar gefa ekki á fornbíla en tryggingamiðlarinn minn tuðaði það í gegn.
TM-Vís-Sjóvá eru með forbílatryggingu á 10-12 þús kr fyrir meðlimi FBÍ.
Ahh, jú, fornbílar, gleymi því dóti alltaf :)

En þeir sem hafa verið að keyra mest á æfingum undanfarin ár hafa verið nýrri bílar, svo þetta ætti ekki að skipta máli fyrir þá.  Veit að það hefur reynst mjög erfitt að fá viðauka á fornbílatryggingarbíla.